Tímarit Máls og menningar - 01.12.1994, Blaðsíða 93
Af hverju viltu þá tala við mig?
Vegna þess að ég tek aftur það sem ég sagði áðan, svaraði hún. Ég
nefndi ekki frænda minn. Ég tala stundum við hann þegar ég sit ein
heima. Hann hringir ef hann skrúfar frá í eldhúsinu og heldur að hann
heyri aríur. Þá spyr hann svona:
Heyrðu, góða, var hann Bubbi Mortens nokkuð að syngja óperu hjá
ykkur mæðgunum í morgun?
Nei, segi ég. Kannski hefurðu bara skrúfað frá krananum á meðan
útvarpið var opið eða það er laus pakkning og pípurnar gaula.
Ég fór að hlæja og hún sagði:
Þú mátt ekki halda að ég meini að frændi minn sé með lausa skrúfu.
Þetta er pakkningin. Það sama gerðist hér. Mamma hélt að óperusöng-
kona væri að syngja. Og ekki er mamma með lausa skrúfu.
En hvað ert þú með? spurði ég ísmeygilega.
Ég er bara með kettinum, svaraði hún.
Ég bið innilega að heilsa kisu, sagði ég.
Það er ekki hægt, kötturinn er úti í garði, svaraði hún.
Skilaðu kveðju til kattarins í garðinum þegar hann kemur inn, sagði
ég-
Það er ekki hægt, svaraði hún. Köttur mundi ekki skilja kveðju frá
karli. En nú fínn ég að þú ert orðinn þreyttur og farinn að hafa
áhyggjur af því, hvað símatalið kostar og að símanum verði lokað. Því
miður get ég ekki hringt í þig.
Hún varð döpur. Ég varð líka dapur, þótt ég hefði enga ástæðu til
þess.
Af hverju geturðu ekki hringt í mig? spurði ég og sagði, að mér þætti
gaman að heyra í henni einhvern tímann.
Síminn okkar er oft lokaður, svaraði hún. Þegar mamma er heima
liggur hún í símanum. Hún þarf að tala mikið og segir við mig:
„Hringdu ekki á daginn, það er dýrara en á kvöldin eftir klukkan sex,
þegar ég kem úr vinnu.“ Ég veit þetta. Samt segir hún alltaf þegar hún
fær reikninginn: „Nú, ég hélt að síminn yrði hærri.“ Hún segir það
þótt honum hafi verið lokað. Svo veit ég heldur ekki hvaða númer er
hjá þér.
Ég sagði henni það. Hik kom á hana og hún spurði:
Er þetta kannski heimasíminn?
TMM 1994:4
91