Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1994, Blaðsíða 93

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1994, Blaðsíða 93
Af hverju viltu þá tala við mig? Vegna þess að ég tek aftur það sem ég sagði áðan, svaraði hún. Ég nefndi ekki frænda minn. Ég tala stundum við hann þegar ég sit ein heima. Hann hringir ef hann skrúfar frá í eldhúsinu og heldur að hann heyri aríur. Þá spyr hann svona: Heyrðu, góða, var hann Bubbi Mortens nokkuð að syngja óperu hjá ykkur mæðgunum í morgun? Nei, segi ég. Kannski hefurðu bara skrúfað frá krananum á meðan útvarpið var opið eða það er laus pakkning og pípurnar gaula. Ég fór að hlæja og hún sagði: Þú mátt ekki halda að ég meini að frændi minn sé með lausa skrúfu. Þetta er pakkningin. Það sama gerðist hér. Mamma hélt að óperusöng- kona væri að syngja. Og ekki er mamma með lausa skrúfu. En hvað ert þú með? spurði ég ísmeygilega. Ég er bara með kettinum, svaraði hún. Ég bið innilega að heilsa kisu, sagði ég. Það er ekki hægt, kötturinn er úti í garði, svaraði hún. Skilaðu kveðju til kattarins í garðinum þegar hann kemur inn, sagði ég- Það er ekki hægt, svaraði hún. Köttur mundi ekki skilja kveðju frá karli. En nú fínn ég að þú ert orðinn þreyttur og farinn að hafa áhyggjur af því, hvað símatalið kostar og að símanum verði lokað. Því miður get ég ekki hringt í þig. Hún varð döpur. Ég varð líka dapur, þótt ég hefði enga ástæðu til þess. Af hverju geturðu ekki hringt í mig? spurði ég og sagði, að mér þætti gaman að heyra í henni einhvern tímann. Síminn okkar er oft lokaður, svaraði hún. Þegar mamma er heima liggur hún í símanum. Hún þarf að tala mikið og segir við mig: „Hringdu ekki á daginn, það er dýrara en á kvöldin eftir klukkan sex, þegar ég kem úr vinnu.“ Ég veit þetta. Samt segir hún alltaf þegar hún fær reikninginn: „Nú, ég hélt að síminn yrði hærri.“ Hún segir það þótt honum hafi verið lokað. Svo veit ég heldur ekki hvaða númer er hjá þér. Ég sagði henni það. Hik kom á hana og hún spurði: Er þetta kannski heimasíminn? TMM 1994:4 91
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.