Tímarit Máls og menningar - 01.12.1994, Page 94
Já, sagði ég.
Ég get ekki hringt í hann, konan þín verður þá geggjuð, sagði hún.
Og ef krakkarnir svara nenni ég ekki að tala við rollinga.
Hvað eigum við að gera? spurði ég og varð forvitinn.
Þú hringir auðvitað af skrifstofunni, sagði hún. Þá þarftu ekki að
borga. Sláðu fljótt á þráðinn, bráðum hætti ég að vera telpa og nenni
ekki að tala við fullorðna menn.
Af hverju ekki? spurði ég.
Ég verð auðvitað búin að fá kærasta strax, svaraði hún undrandi
yfir skilningsleysi mínu.
Má ég fá símanúmerið þitt? spurði ég.
Nei, svaraði hún. Eina ráðið er að þú hringir blindandi og fáir aftur
númerið mitt. Hittirðu ekki á það, þá er ekkert að marka og þig langar
ekki að tala við mig.
Viltu að ég leggi á og reyni aftur? spurði ég.
Mér er sama, sagði hún. Það varst þú sem hringdir. Jú annars. En
núna er kötturinn kominn og ég verð að klappa honum þangað til að
mamma lætur sjá sig.
Ég lagði á, hringdi aftur, og reyndi að láta tilfinningarnar rata með
vísifingurinn á réttar tölur. Ung stúlka kom í símann og sagði stuttlega:
Þetta er vitlaust númer og ég nenni ekki að tala við þig. Ég heyri að
þú ert svo leiðinlegur.
Síðan lagði hún á og ég líka.
92
TMM 1994:4