Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1994, Side 101

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1994, Side 101
á Gamla testamentið, en einnig á stórvirki Thomasar Mann, sem er unnið upp úr þeirri gömlu bók: um Jósef og bræður hans. Þær tvær bækur Schulz sem hann lét veröldinni eftir, eru nátengdar að efni og anda. í Heilsuhælinu í skugga stundaglassins heldur sögumaðurinn Jósef uppteknum hætti, að velta áfram krónikum sínum af undarlegri fjölskyldu og lífi í litlum bæ í Póllandi. Hinsvegar segir það yfirleitt lítið um verk höfunda að tíunda ytri ramma sagna þeirra, og þetta gildir jafnvel í enn ríkara mæli um Schulz en flesta aðra. Einsog áður er vikið að eru það hin „innri öfl“ lífsins sem hugur hans dvelur við, eitthvað sem kalla mætti kjarnann 1 tilverunni án þess að vera of hátíðlegur. Þetta gerir Schulz „innhverfan höfund“ samkvæmt skil- greiningum, og á sínum tíma var honum legið á hálsi fyrir að láta sig samfélagið og samtímaviðburði engu skipta. Sú afstaða manna hafði trúlega noJckuð að segja þegar Heilsuhœlið í skugga stundaglassins var ekki valin til verðlauna í „landskeppni í bókmenntum“ sem efnt var til í Póllandi 1937. Þá var í staðinn verðlaunuð bók sem svaraði kalli tímans betur, og allir hafa nú gleymt. En jafnframt er ekki hægt að segja að Bruno Schulz hafi verið vanmetinn meðal bókmenntafólks í Póllandi yfirleitt. Krókódílastrœtið vakti mikla athygli við útkomu (bar þá nafnið Kanilhúðirnar einsog áður er sagt), og aflaði honum margra vina í hópi rithöfunda og listamanna í Varsjá, menn fundu að hér var sleginn fágætur tónn. Einn vina hans varð Witold Gom- browicz, og svo ólíkir sem þeir voru sem menn og skáld entist sú vinátta nokkuð, þó rofnaði hún að lokum. Annars gerðist það fljótlega eftir upphaf seinna stríðs að vinir hans tóku að strjálast, þeir voru flestir gyðingar einsog hann sjálfur, og ekki þarf að rekja þann þráð lengra, allir þekkja framhaldið. Hann hefði getað tekið undir með Hjálmari Jónssyni: Mínir vinir fara fjöld, feigðin þessa heimtar köld, eg kem eftir, kannske í kvöld, með klofinn hjálm og rofmn skjöld. En Bruno Schulz fór óvopnaður í dauðann, bæði í eiginlegum og óeigin- legum skilningi. Hann var enginn uppreisnarmaður, og það átti ekki fyrir honum að liggja að fremja hetjudáðir. Hann leið einhvernveginn í gegnum þetta dapra líf, fram að sínum örlagadegi síðla árs 1942. Margoft höfðu þeir vinir hans sem enn voru hérna megin grafar reynt að hjálpa honum til einhverskonar undankomu, en hann hliðraði sér alltaf hjá því, ógnaði áhætt- an sem því fylgdi jafnvel enn meir en að sitja um kyrrt. Fyrrgreint er að mrkill hluti bréfa hans tortímdist um leið og viðtakendur þeirra í Helförinni, en það kver sem Jerzy Ficowski tókst að koma saman TMM 1994:4 99
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.