Tímarit Máls og menningar - 01.12.1994, Page 107
segir þegar það er lesið af bók er aðeins eitt meðal sem þessi tilgangur helgast
af. Hvert augnablik á sviðinu verður að skírskota út fyrir sjálft sig en um leið
að vera svo áhugavert, grípandi og skemmtilegt að áhorfandinn gleymi stund
og stað, óteljandi hugsanir þyrlist um huga hans og hjarta þannig að hann
vilji koma affur og aftur í leikhúsið.
Þrátt fyrir þetta er ég viss um að hinn hefðbundni hugsunarháttur, að
leiksýning miðli fyrst og fremst ákveðinni sögu ákveðinna lifandi persóna
sem leikarinn lifir sig inn í eigi enn um nokkra hríð eftir að lifa góðu lífi og
njóta aðdáunar. Sýningar eins og Allir synir mínir eftir Arthur Miller í
leikstjórn Þórs Tulinius á stóra sviði Þjóðleikhússins og „Seiður skugganna“
eftir Lars Norén í leikstjórn Andrésar Sigurvinssonar á litla sviði Þjóðleik-
hússins á síðasta leikári sönnuðu einmitt þetta. En síðan ekki söguna meir.
Leikhúsið mun með nýrri kynslóð áhorfenda í þessu tilliti bíða lægri hlut
gagnvart kvikmyndinni og verða að einbeita sér æ meira að kjarna sínum,
hinu ódauðlega, óafturkræfa augnabliki þar sem mynd, hljóð og orð renna
saman í hvirfil og lyfta manneskjunni, leikaranum. Eða er það leikarinn sem
lyftir öllu þessu og verður sjálfur að punktinum sem allt snýst um? Þetta
mátti að mínu mati líka sjá í leikhúsi á Islandi í fyrra, í Krókódílastrœtinu til
dæmis sem Théatre de Complicité sýndi í Borgarleikhúsinu á Listahátíð. Þar
sannaðist að orðið er ekki upphaf og endir alls í leikhúsinu. Leikararnir voru
frá ýmsum þjóðlöndum og töluðu á ýmsum tungumálum þannig að það var
undir hælinn lagt hvað áhorfendur í salnum skildu. Eigi að síður miðlaði
sýningin ótrúlegustu mótsögnum í mannlegu eðli: baráttu, ást, fyrirgefn-
Úr 13. krossferðinni.
TMM 1994:4
105