Tímarit Máls og menningar - 01.12.1994, Page 115
inu eða í þeirra eigin leikhúsi Frú Emilíu hefur verið beðið með eftirvænt-
ingu og yfirleitt hafa þær vakið umræður um eðli leikhússins, leiklistarinnar.
Og þeir færast mikið í fang, þremenningarnir og leikhópurinn í leikhúsi Frú
Emilíu á nýbyrjuðu leikári, en þeir hefja leikinn með Macbeth í austur-þýsk-
um hermannafrökkum og svörtum dröktum/jakkafötum. Við hlið
Shakespeares á íjölum leikhúss Frú Emilíu verður sýnt verk eftir Tsjekhov,
og nú er það Kirsuberjagarðurinn. Síðar á leikárinu mun svo frumsamið
íslenskt leikrit fýlgja í kjölfarið.
Ég hóf þetta greinakorn, leikhúshraðlestina, með hugleiðingum um upp-
setningu litháíska leikstjórans Rimas Tuminas á Mávinum eftir Tsjekhov og
vitnaði þá í leikritið. Hér í lokin langar mig að vitna aftur í leikstjóra þessarar
eftirminnilegu sýningar þar sem hann segir: „Leikarinn þarf fýrst og fremst
að hugsa. Flæði tilfínninganna kemur seinna, eftir að hugsunin er komin.“
Þetta á auðvitað ekki bara við um leikara heldur allt leiklistafólk, jafnvel öðru
listafólki fremur. Því eins og ég benti á hér í upphafi þá er ekkert öryggisnet
í leikhúsinu og þótt mikilvægt sé að gefa sköpuninni lausan tauminn og prófa
eitthvað nýtt, spinna út frá verkinu og inn í það aftur, þá verður líka að ganga
úr skugga um að línan sem gengið er á sé tryggilega strengd. Áhorfendur
þurfa hins vegar ekkert að óttast, leikhúsið er í augnablikinu góður og
öruggur staður fyrir þá, eða hvað?
TMM 1994:4
113