Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1994, Síða 126

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1994, Síða 126
Ritdómar Borg úr lofti Ragna Sigurðardóttir: Borg. Mál og menning 1993 Einhversstaðar í stórborginni Reykjavík á sér stað byssubardagi. Sama dag, einnig í stórborginni Reykjavík, vafrar mann- íjöldinn á milli útikaffihúsanna og um kvöldið fer hann á skrall í hinu stórhættu- lega skemmti- og glæpahverfi. I stórborg- inni Reykjavík býr fjölmennur hópur fólks sem gegnir öllum helstu drauma- störfum Vesturlanda. Það fer út að borða á nýjustu tískuveitingastöðunum og ræðir um list og pólitík, markað og ferðalög og allt á þetta sér stað í stórborginni Reykja- vík. f stórborginni Reykjavík er allt lífið ímyndað líf því hún er ímyndaður staður. Stundum er þessum ímyndaða stað lýst í kvikmyndum og skáldsögum en í stað þess að taka með í reikninginn að í raun erstórborgin Reykjavíkönnurborg (smá- borg) þá er hinni ímynduðu hugarmynd hennar leyft að halda sér. Engan skyldi samt gruna að ekki væri verið að lýsa veru- leikanum. Elugarmyndin er sönn mynd í augum margra, jafnvel sannari en hin sem liggur fyrir framan nefið á þeim. Það er heldur engin ástæða til að bera brigður á sannleiksgildi „stórborgarinnar Reykja- víkur“. Allir vita að á kvöldin iðar hin víðlenda og viðsjárverða borgarmynd af bláum sjónvarpsgeislum og bílljósum sem með smávegis tilfærslu sýnast ummynd- ast í hvaða veruleika sem er. En einhversstaðar á sömu slóðum og stórborgin Reykjavík verður til hefur Ragna Sigurðardóttir skapað borg sína. Hún er annars vegar búin til úr hugar- myndinni um hina íslensku stórborg (og er þess vegna útópía, ósk um borg sem enn er ekki til og verður það líkleg- ast seint) og hins vegar úr tilfinningunni fyrir rofinu sem virðist vera á milli dag- legs lífs þeirra sem búa innan við borg- armúrana (en múrarnir eru orðnir að staðreynd í sögu Rögnu, tákn um veru- leika sem er ekki beinlínis til en er dag- lega upplifaður sem raunverulegur hluti af hinu reykvíska lífi) og þeirrar náttúru sem er að finna utan þeirra. Þessi borg hefur það hins vegar fram yfir stórborg- ina Reykjavík að vera ekki tvístígandi á hallærislegu bilinu á milli veruleikans og óskamyndarinnar. Við smíði hennar hefur Ragna gengið alla leið og algerlega sleppt öllum tilraunum til að burðast með ytra raunsæi. Hún býr til heim þar sem borgarmúrar umlykja borgina í raun og veru, þar sem á rennur í raun og veru í gegnum hana miðja og þar sem loftslagið er í raun og veru allt annað. Fyrir vikið er þessi borgarheimur sann- færandi, öfugt við stórborgina Reykja- vík. Það er jafhvel ekki fjarri lagi að ætla að Ragna hafi unnið bókmenntalegt af- rek með borgargerðinni. Að minnsta kosti verður það ungum borgarbúum auðveldara héðan í frá að ná taki á stór- borgartilfinningunni án þess að falla í hina leirkenndu bókmennta- og kvik- myndapytti gervilífsins. 124 TMM 1994:4
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.