Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1994, Síða 129

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1994, Síða 129
kvæmni og hlutlægum lýsingum, það er upptekið af því að koma hegðun og við- horfum vélanna til skila án milligöngu myndmálsins. („Við enda bókahilln- anna er hurð fram í forstofuna, og á næsta vegg, suðurveggnum hvítmáluð rennihurð með sandblásnu gleri. Vinstra megin hurðarinnar, í suðaustur- horni herbergisins eru þrjár gamlar Hansahillur. Þar eru orðabækur og bæk- ur um málvísindi og táknff æði, frá fyrsta ári háskólanáms Vöku.“ (89) Það ber þó að hafa í huga að þessari lýsingu er ætlað að draga fram hina kerfisbundnu nátt- úru Vöku.) Á köflum er það næstum því vísindalegt í tilraunum sínum til að orða hugsanir og tengsl sem nákvæmast og lýsingar á umhverfi og hlutum eru gæddar sömu eiginleikum, fáorðar og tildurslausar. Fyrir vikið er eins og allar þessar lexíur um líf í borgarheimi sam- tímans vinni eins og eftir forriti. Það er ekkert gaman í þessum ímyndaheimi. Hann er bara þarna og umræðan um einkenni hans og einkenni einstakling- anna sem lifa í honum gengur eftir snurðulausum þræði sem teygir sig á milli upphafs sögunnar og loka hennar. Okkur er miðluð vitneskja um að per- sónur skáldverka eru lögmál sem vinna effir ákveðnum reglum og að ef til vill á þetta einnig við um raunverulegt fólk, að minnsta kosti getur verið jafn erfitt að skilja sjálfsmyndir þess að ffá um- hverfi þeirra eins og það er erfitt í text- anum. Við fáum að vita að bókin er ímyndað rými, tilbúinn heimur líkt og sá heimur sem við búum í en það er enginn skáldskapur í þessum heimi, að- eins lýsingar á kerfum. Ef til vill er það holl áminnig að sjá hvernig sagan vísar á tilbúning sinn en það er lífleysi í henni sem gerir hana ffemur að kennslubók í póstmódernum viðfangsefhum en að spennandi glímu við þessi viðfangsefni. Þau eru sett fram með allt að því dogmatískri þrjósku án þess að það sé reynt að kanna þanþol þeirra að ráði. En heimssköpunin sjálf, borgin, er óum- deilanlega mynd af veruleika sem fram til þessa hefur ekki fundið sér sannferð- uga tjáningu. Þannig geta þeir sem telja sig búa í stórborginni Reykjavík sleppt því að ergja sig á veruleika smáborgar- innar sem ryðst með slorlyktinni inn um gluggann þegar þeir aka um breið- strætin. Þeir búa nú í Borginni sem er heimur sem tjáir jafn vel slorið og það sem er inni í gervihnattasjónvarpinu, samslátt hins raunverulega en þó fram- andi heims miðlunarinnar og grá- myglulegs veruleikans sem geisar fýrir utan gluggann. Kristján B. Jónasson Ljóðvísindi Sveinn Yngvi Egilsson: Aðflutt landslag. Mál og menning 1993 Það brá svo við í sumar að leyndardóm- ur Fljótsdals rann upp fyrir mér með hjálp ljóðs. Dalurinn er eins og menn vita gróðurfarslegt undur. Þar er skógur meiri en annars staðar á landinu og blómgróður var hreint ævintýralegur í júlí þegar ég kannaði dalinn. Framandi landslag, hugsar maður, og „aðflutt landslag“ sagði ég upphátt eftir lestur ljóðs með því nafni í samnefndri ljóða- bók eftir Svein Yngva Egilsson: Þegar maður ferðast um sveitir Skot- lands rekst maður stundum á fjall sem hefur undarlega íslenskt svipmót og sker sig jafnvel svo úr umhverfinu að það er eins og það eigi þar ekki heima. Á þessu er eðlileg jarðfræðileg skýring því þetta er að öllum líkindum íslenskt fjall sem hefur færst úr stað. Ef maður þekkti landið sitt betur mundi maður sjálfsagt oft fara nærri um átthaga þessara fjalla uppi á íslandi, en mörg eru þannig í laginu að þau mundu kölluð Hestfjöll heima. TMM 1994:4 127
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.