Tímarit Máls og menningar - 01.12.1994, Blaðsíða 133
ljóðin opinbera, tilfinningaríka en þó
agaða, fyndna en þó feimna.
En þó að sjálfið sé skýrt er það ekki
einfalt. Áður sagði að kona væri ekki
persóna í þessum ljóðum sem þó eru svo
tengd heimili og einkalífi. Það stafar ef
til vill af því að skáldið tekur stöðu kon-
unnar í ljóðunum. Hann upplifir sig
smáan gagnvart stóru umhverfi, hann
tjáir þunglyndi og leiða, lýsir passívri
undirgefni, eftirgjöf og sjálfseyðingar-
hvöt. Hann hugar að því smáa í kringum
sig, blómum og barni; hann er beinlínis
staddur í reynsluheimi kvenna („Jap-
anska í Dundee“);
Ungu húsmæðurnar hér í kring
eru jafh ólíkar konunum sem ég
á að venjast og ég er ffábrugðinn
úthverfiskörlunum þeirra
Það mætti halda að ég væri
fýrsta heimavinnandi karldýrið
í sögu staðarins, þær horfa á mig
hengja þvottinn út á snúru
og standa í einum hóp og flissa
undirleitar með hönd á munn
eins og japanskar feimur
Hann langar til að „gantast við þær“, en
vandinn er að hann getur ekki gert sig
„skiljanlegan á þessari / japönsku þeirra“,
vegna þess að hann er ekki kona, hann
er karlmaður. Og þó er hann ekki karl-
maður eins og þær þekkja, hann er ólík-
ur „úthverfiskörlunum þeirra“. Önnur
dýrategund. Ný dýrategund?
Dýpsta tjáning þessara ljóða er
hvernig það er að vera kvenlegu megin
við strikið í hefðbundnum and-
stæðupörum — vera hógvær en ekki
ágengur, mjúkur en ekki harður, víkj-
andi en ekki árásargjarn og svo ff amveg-
is — án þess að láta af karlmennsku
sinni en þó með áleitnum vangaveltum
um sjálfið. Þetta gæti ekki tekist nema
vegna þess að ljóðmælandi deilir með
okkur þessari sérstæðu reynslu á alveg
einlægan og tilgerðarlausan hátt. Ein-
staka ljóð er of einkalegt og léttvægt til
að eiga erindi í bók, en miklu fleiri valda
þessari sprengingu í skynjuninni sem
lesandinn þráir heitast.
Silja Aðalsteinsdóttir
í rótlausri villu
Rúnar Helgi Vignisson: Strandhögg.
(Smá)sögur. Forlagið 1993. 204 bls.
Strandhögg er óvenjuleg bók að því leyti
að hún er ekki venjulegt smásagnasafn
með afmörkuðum sögum sem fjalla
hver um sitt sérstaka efni heldur eru
margvísleg tengsl á milli sagnanna,
tengsl sem liggja á fleiri plönum en einu.
Þar er f fyrsta lagi um að ræða þematísk
tengsl þannig að viðfangsefni sagnanna
kallast á með margvíslegum hætti. í
öðru lagi eru margskonar stíleinkenni
og stílbrögð notuð með svipuðum hætti
í sögunum, jafnvel þannig að um er að
ræða endurtekningar og stef sem koma
fram í fleiri sögum. I þriðja lagi eru að-
alpersónur sagnanna tengdar ýmiss-
konar fjölskylduböndum. Allt þetta
gerir það að verkum að sögurnar mynda
einskonar fléttu, þrátt fyrir að þær séu
að öðru leyti sjálfstæðar.
í burtu
Með nokkurri einföldun má segja að
meginviðfangsefni flestra sagnanna sé
einhverskonar tilbrigði við spurninguna
um það hvernig sé að vera í burtu,
hvernig það sé að vera einn í burtu frá
sínum, hvernig það sé að vera rótslitinn
úr þeim jarðvegi þar sem maður fýrst
skaut rótum og dafnaði. Þetta viðfangs-
efni er auðvitað bæði nýtt og gamalt í
bókmenntunum, en ég er ekki ffá því að
það sé orðið áleitnara í seinni tíð en
verið hefur um hríð. Það er varla tilvilj-
un að Hornstrandir eru viðfangsefni
TMM 1994:4
131