Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1994, Blaðsíða 133

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1994, Blaðsíða 133
ljóðin opinbera, tilfinningaríka en þó agaða, fyndna en þó feimna. En þó að sjálfið sé skýrt er það ekki einfalt. Áður sagði að kona væri ekki persóna í þessum ljóðum sem þó eru svo tengd heimili og einkalífi. Það stafar ef til vill af því að skáldið tekur stöðu kon- unnar í ljóðunum. Hann upplifir sig smáan gagnvart stóru umhverfi, hann tjáir þunglyndi og leiða, lýsir passívri undirgefni, eftirgjöf og sjálfseyðingar- hvöt. Hann hugar að því smáa í kringum sig, blómum og barni; hann er beinlínis staddur í reynsluheimi kvenna („Jap- anska í Dundee“); Ungu húsmæðurnar hér í kring eru jafh ólíkar konunum sem ég á að venjast og ég er ffábrugðinn úthverfiskörlunum þeirra Það mætti halda að ég væri fýrsta heimavinnandi karldýrið í sögu staðarins, þær horfa á mig hengja þvottinn út á snúru og standa í einum hóp og flissa undirleitar með hönd á munn eins og japanskar feimur Hann langar til að „gantast við þær“, en vandinn er að hann getur ekki gert sig „skiljanlegan á þessari / japönsku þeirra“, vegna þess að hann er ekki kona, hann er karlmaður. Og þó er hann ekki karl- maður eins og þær þekkja, hann er ólík- ur „úthverfiskörlunum þeirra“. Önnur dýrategund. Ný dýrategund? Dýpsta tjáning þessara ljóða er hvernig það er að vera kvenlegu megin við strikið í hefðbundnum and- stæðupörum — vera hógvær en ekki ágengur, mjúkur en ekki harður, víkj- andi en ekki árásargjarn og svo ff amveg- is — án þess að láta af karlmennsku sinni en þó með áleitnum vangaveltum um sjálfið. Þetta gæti ekki tekist nema vegna þess að ljóðmælandi deilir með okkur þessari sérstæðu reynslu á alveg einlægan og tilgerðarlausan hátt. Ein- staka ljóð er of einkalegt og léttvægt til að eiga erindi í bók, en miklu fleiri valda þessari sprengingu í skynjuninni sem lesandinn þráir heitast. Silja Aðalsteinsdóttir í rótlausri villu Rúnar Helgi Vignisson: Strandhögg. (Smá)sögur. Forlagið 1993. 204 bls. Strandhögg er óvenjuleg bók að því leyti að hún er ekki venjulegt smásagnasafn með afmörkuðum sögum sem fjalla hver um sitt sérstaka efni heldur eru margvísleg tengsl á milli sagnanna, tengsl sem liggja á fleiri plönum en einu. Þar er f fyrsta lagi um að ræða þematísk tengsl þannig að viðfangsefni sagnanna kallast á með margvíslegum hætti. í öðru lagi eru margskonar stíleinkenni og stílbrögð notuð með svipuðum hætti í sögunum, jafnvel þannig að um er að ræða endurtekningar og stef sem koma fram í fleiri sögum. I þriðja lagi eru að- alpersónur sagnanna tengdar ýmiss- konar fjölskylduböndum. Allt þetta gerir það að verkum að sögurnar mynda einskonar fléttu, þrátt fyrir að þær séu að öðru leyti sjálfstæðar. í burtu Með nokkurri einföldun má segja að meginviðfangsefni flestra sagnanna sé einhverskonar tilbrigði við spurninguna um það hvernig sé að vera í burtu, hvernig það sé að vera einn í burtu frá sínum, hvernig það sé að vera rótslitinn úr þeim jarðvegi þar sem maður fýrst skaut rótum og dafnaði. Þetta viðfangs- efni er auðvitað bæði nýtt og gamalt í bókmenntunum, en ég er ekki ffá því að það sé orðið áleitnara í seinni tíð en verið hefur um hríð. Það er varla tilvilj- un að Hornstrandir eru viðfangsefni TMM 1994:4 131
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.