Tímarit Máls og menningar - 01.06.1995, Page 124
„Ekki fleiri sögur!“
„En þetta er bókmenntaleg tilvísun!"
„Og hvað með það?“
„Hún dýpkar söguna af Marie-Sophie
og vesalingnum, föður mínum, og lætur
hana kallast á við heimsbókmenntirn-
ar.“
„Sama er mér! Segðu mér frá barninu,
segðu mér frá þér!“
„Þú átt við það?“
„Já! Dummtadumm, annars er ég far-
in!“ (205-206)
Þetta dæmi lýsir samskiptum sögu-
manns og áheyranda nokkuð vel en á
milli þeirra ríkir góðlátleg og stríðnisleg
togstreita sem drífur frásögnina áfram.
Og vel að merkja nær sögumaðurinn
sínu fram, þetta er hans saga og skal vera
sögð þrátt fyrir frekjulætin í konunni.
Þessi frásagnaraðferð veitir höfundin-
um óskorað frelsi til að segja óhindraður
sögur í sögunni því lesandinn sættir sig
fljótt við útúrdúrana vitandi af dug-
miklum hlustanda sem grípur í taum-
ana í hvert sinn sem sögumaður fer of
geyst! Snjallt hjá Sjón sem með þessum
innskotum fær lesandann einnig til að
huga að samskiptum rithöfundar og les-
enda svona almennt og yfirleitt. Er þeim
ekki einmitt svona farið? Rithöfundur-
inn getur ekki án lesandans verið þótt
honum leiðist stundum aðfmnslur hans
og án rithöfundarins fengi lesandinn
engar sögur! I samræðunum örlar einn-
ig á stríðni í garð túlkunarglaðs lesanda
eða hver kannast ekki við athugasemd-
ina úr ofangreindri tilvitnun:
„ . . . dýpkar söguna . . . og lætur hana
kallast á við heimsbókmenntirnar“?
Gamalkunnar klisjur úr ritsafni gagn-
rýnandans koma víðar fyrir á síðum
bókarinnar og eru meinfýndnar í með-
förum höfundar og úr því að sögumað-
ur minntist á þetta af fýrra bragði er best
ég grípi orð hans á lofti og notfæri mér
þau við umfjöllun um bókina!
Sagan kallast hátt og snjallt ekki að-
eins á við heimsbókmenntirnar, heldur
einnig sögu og kvikmyndir eins og áður
hefur verið vikið að. Biblían er töluvert
notuð, t.d. í upphafi bókarinnar þar sem
engill birtist Marie-Sophie í draumi og
boðar henni komu gyðingsins. Þótt
stúlkan sé bundin öðrum manni líkt og
stalla hennar María forðum hlýðir hún
þó boðum hans eins og hún. Fallegur og
ljóðrænn titill bókarinnar er einnig sótt-
ur í Biblíuna, nánar tiltekið í 139. Dav-
íðs-sálm: „Augu þín sáu mig, er eg enn
var ómyndað efni,...“ og vísar til sköp-
unar sögumanns og dularfullra og ein-
lægra samskipta móður og barns: „Ég
vaknaði til lífsins og augu hennar sáu
mig.“ (210) Opinberunarbókin virðist
höfundi hugleikin og eru vísanirnar í þá
háalvarlegu bók á broslegum nótum.
Ein hliðarsagan segir af erkienglinum
Gabríel sem býr sig undir að blása í lúð-
ur sinn og kalla dómsdag yfir lýðinn en
af því að satan er ekki til í heimsendi
alveg strax villir hann um fyrir englin-
um á svo svívirðilegan hátt að honum
mistekst ætlunarverk sitt. Lýsingarnar á
englinum eru í hæsta máta gróteskar og
í eff irfarandi lýsingu er hann ekki vitund
líkur virðulegum engli Opinberunar-
bókarinnar sem stendur traustur og
óhaggaður með hægra fót á hafrnu en
þann vinstra á jörðunni (Í0.2-3):
Gabríel stóð kfofvega yfir Evrópu og
fjaðurmagnaður líkaminn var frosinn í
afkáralegri stöðu; hægri fóturinn hvíldi
á Grænlandsjökfi og sá vinstri a pers-
nesku hásléttunni, hann ríghélt kyrtlin-
um að skauti sér og lúðurinn skagaði
klúr fram úr hendi hans, siifurbjart höf-
uðið var keyrt aftur í aldjúpan geiminn
og munnurinn herptur saman eins og á
piparmey. (112)
En hvað eiga slíkar lýsingar á sjálfum
erkienglinum að þýða? Hvað er höfund-
urinn eiginlega að fara? Mér finnst
freistandi að skoða samskipti andskot-
118
TMM 1995:2