Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1997, Side 66

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1997, Side 66
BÖÐVAR GUÐMUNDSSON verður síst ofmetið. Aldrei hefði ég fengið neitt líf í Mennonítaþorpið Steinbach, ef ég hefði ekki komið þar sjálfur og séð td. stóra gufutraktorinn frá 1910 með eigin augum. Það var inspírerandi sjón í orðsins fyllstu merkingu! Hrygglengjan í sögunni minni var svo langafi minn og langamma, Jón Jónsson og Sigurbjörg Steingrímsdóttir. Þeirra sögu kynnti ég mér sem best ég gat, allt frá upplýsingum um sveitarstyrk í hreppsbókum til eftirmæla sem séra Jakob Jónsson skrifaði um langömmu mína í Lögberg, en hún lést í prestakalli hans í Saskatchewan 96 ára gömul árið 1936, en fyrst og fremst í bréfum þeirra, í æviskrám og kirkjubókum og svo í munnmælum um þau. Gamall bóndi í Hvítársíðu sagði mér td. að hann hefði sem ungur maður séð mjaðmarbeinið sem Jón Jónsson notaði sem trissu til að þurfa ekki að vaða með netið yfir stokkinn við Arnarvatn, annar gamall maður mundi eftir rauðum koffortum á stétt þar sem búið var að setja niður það sem Jón og Sigurbjörg skyldu hafa með sér til Ameríku. Eitthvað er auk þess til af smíðisgripum eftir karl, því hann var mjög hagur, einkum smíðaði hann verkfæri, sykurtengur, reislur og smíðatól. Þá ganga enn einhverja sögur um þvermóðsku hans, hann lét engan eiga neitt hjá sér og eina vísu kann ég um íþróttir hans sem er svona: Jón ber vel upp heyið hér, halur listarari, hleypir af byssu hjörvagrér, hljómskær forsöngvari. Um sönglist karls veit ég ekki annað en að faðir minn hafði eftir gamalli konu, að hann hafi sungið með tilgerð og látið tóninn dilla líkt og trilla, hvað í ósköpunum sem það nú merkir. Sögu Jóns langafa míns, Jóns söngs, eins og hann var kallaður, hefur Silja Aðalsteinsdóttir rakið ágætlega í bók hennar um föður minn, Skáldið sem sólin kyssti. Þar má ma. sjá að karl fór ungur norður í Miðfjörð í vinnu- mennsku og kynntist þar langömmu minni. Þau voru svo frjósöm að Mið- firðingar gáfust upp á að hafa þau í húsmennsku og sendu þau á fæðingarhrepp hans, Hvítársíðuna, snemma sumars suður yfir Tvídægru árið 1868. Þá var Sigurbjörg komin að falli svo yfirsetukona var send með til trausts og halds. Barnið fæddist þó ekki á heiðinni, heldur á fyrsta bæ þegar kom af heiðinni, Fljótstungu. Það að ég læt barn þeirra Ólafs fíólíns og Sæunnar fæðast í tjaldi á heiðum uppi er þó ekki einber uppspuni. Kristleifur Þorsteinsson fræðimaður á Stóra-Kroppi í Reykholtsdal segir í Byggðum Borgarjjarðar II ffá vinnuhjúum 64 TMM 1997:4
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.