Tímarit Máls og menningar - 01.12.1997, Qupperneq 66
BÖÐVAR GUÐMUNDSSON
verður síst ofmetið. Aldrei hefði ég fengið neitt líf í Mennonítaþorpið
Steinbach, ef ég hefði ekki komið þar sjálfur og séð td. stóra gufutraktorinn
frá 1910 með eigin augum. Það var inspírerandi sjón í orðsins fyllstu
merkingu!
Hrygglengjan í sögunni minni var svo langafi minn og langamma, Jón
Jónsson og Sigurbjörg Steingrímsdóttir. Þeirra sögu kynnti ég mér sem best
ég gat, allt frá upplýsingum um sveitarstyrk í hreppsbókum til eftirmæla sem
séra Jakob Jónsson skrifaði um langömmu mína í Lögberg, en hún lést í
prestakalli hans í Saskatchewan 96 ára gömul árið 1936, en fyrst og fremst í
bréfum þeirra, í æviskrám og kirkjubókum og svo í munnmælum um þau.
Gamall bóndi í Hvítársíðu sagði mér td. að hann hefði sem ungur maður séð
mjaðmarbeinið sem Jón Jónsson notaði sem trissu til að þurfa ekki að vaða
með netið yfir stokkinn við Arnarvatn, annar gamall maður mundi eftir
rauðum koffortum á stétt þar sem búið var að setja niður það sem Jón og
Sigurbjörg skyldu hafa með sér til Ameríku. Eitthvað er auk þess til af
smíðisgripum eftir karl, því hann var mjög hagur, einkum smíðaði hann
verkfæri, sykurtengur, reislur og smíðatól. Þá ganga enn einhverja sögur um
þvermóðsku hans, hann lét engan eiga neitt hjá sér og eina vísu kann ég um
íþróttir hans sem er svona:
Jón ber vel upp heyið hér,
halur listarari,
hleypir af byssu hjörvagrér,
hljómskær forsöngvari.
Um sönglist karls veit ég ekki annað en að faðir minn hafði eftir gamalli konu,
að hann hafi sungið með tilgerð og látið tóninn dilla líkt og trilla, hvað í
ósköpunum sem það nú merkir.
Sögu Jóns langafa míns, Jóns söngs, eins og hann var kallaður, hefur Silja
Aðalsteinsdóttir rakið ágætlega í bók hennar um föður minn, Skáldið sem
sólin kyssti. Þar má ma. sjá að karl fór ungur norður í Miðfjörð í vinnu-
mennsku og kynntist þar langömmu minni. Þau voru svo frjósöm að Mið-
firðingar gáfust upp á að hafa þau í húsmennsku og sendu þau á
fæðingarhrepp hans, Hvítársíðuna, snemma sumars suður yfir Tvídægru
árið 1868. Þá var Sigurbjörg komin að falli svo yfirsetukona var send með til
trausts og halds. Barnið fæddist þó ekki á heiðinni, heldur á fyrsta bæ þegar
kom af heiðinni, Fljótstungu.
Það að ég læt barn þeirra Ólafs fíólíns og Sæunnar fæðast í tjaldi á heiðum
uppi er þó ekki einber uppspuni. Kristleifur Þorsteinsson fræðimaður á
Stóra-Kroppi í Reykholtsdal segir í Byggðum Borgarjjarðar II ffá vinnuhjúum
64
TMM 1997:4