Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1997, Page 71

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1997, Page 71
AÐ LJÚGA FRÁ VÍÐA grein sem hún kallar „Word, Dialogue and Noveú og getur að lesa í The Kristeva Reader, 1988, bls. 37, að allur texti byggi á öðrum texta:... any text is constructed as a mosaic of quotations; any text is the absorption and trans- formation of another. Ekki ætla ég mér þá dul að draga orð hennar í efa og mér er meira að segja nær að halda að þetta eigi líka við um persónusköpun höfunda, hvort sem persónurnar eru klæddar í dulargervi með nýju nafni eða heita upprunalegu nafni. En þær þurfa engu að síður ekki endilega að vera nákvæmlega þær persónur sem þær segjast vera og höfundur aldrei þekkti persónulega. Miklu líklegra er að persónuleg reynsla höfunda af samtímafólki sínu valdi þar mestu. Mér býður td. í grun að þeir Magnús Stephensen og Jörundur hundadagakonungur hafi í reynd verið æði ólíkir þeim sem svo heita í sögukorninu mínu. Og þá er nú ekki annað eftir en að fá ofurlitla niðurstöðu: Vesturfarasagan mín er svo vond sagnffæði að henni má hvergi treysta. En vonandi fjallar hún samt um atburði sem hafa átt sér stað. Það fluttu íslendingar til Vesturheims, það var haldinn þjóðfundur í Reykjavík árið 1851, það var stofnuð íslensk nýlenda með eigin löggjöf og stjórnarskrá á Nýja íslandi og þar herjaði bólusótt veturinn 1876-1877. Þá er það einnig satt, að margir Islendingar á leið til Vesturheims héldu að sinn síðasti dagur væri runninn upp þegar treinið frá Edinburgh til Glasgow hafði náð þrjátíu og fimm mílna hraða á klukkustund, eða um fimmtíu kílómetra. Og sama er að segja um Gunnar Lambason og ffásögn hans af Njálsbrennu. Njáll var brenndur inni ásamt sonum sínum. Skarphéðinn var tepptur við gaflhlað, hvort sem hann glotti við tönn eða grét. Báðir höfum við Gunnar Lambason leyft okkur að láta stjórnast af því sem í Hugtökum og heitum er kallað „lögmáli verksins,“ höfum meiri áhuga á að segja þá sögu sem okkur passar. Og verða góðir sagnfræðingar að sjá í gegnum fingur sinn með það. Og víst verðum við að játa, að gerð Gunnars Lambasonar af hinni deyjandi hetju er skemmtileg. Grátur Skarphéðins kemur okkur skemmtilega á óvart, við öðru höfðum við svo sem búist. En hann er miklu mannlegri og skiljan- legri grátandi en glottandi við gaflhlaðið, amk. fyrir þau okkar sem ekki eru hetjur og berserkir. TMM 1997:4 69
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.