Tímarit Máls og menningar - 01.12.1997, Síða 71
AÐ LJÚGA FRÁ VÍÐA
grein sem hún kallar „Word, Dialogue and Noveú og getur að lesa í The
Kristeva Reader, 1988, bls. 37, að allur texti byggi á öðrum texta:... any text
is constructed as a mosaic of quotations; any text is the absorption and trans-
formation of another. Ekki ætla ég mér þá dul að draga orð hennar í efa og
mér er meira að segja nær að halda að þetta eigi líka við um persónusköpun
höfunda, hvort sem persónurnar eru klæddar í dulargervi með nýju nafni
eða heita upprunalegu nafni. En þær þurfa engu að síður ekki endilega að
vera nákvæmlega þær persónur sem þær segjast vera og höfundur aldrei
þekkti persónulega. Miklu líklegra er að persónuleg reynsla höfunda af
samtímafólki sínu valdi þar mestu. Mér býður td. í grun að þeir Magnús
Stephensen og Jörundur hundadagakonungur hafi í reynd verið æði ólíkir
þeim sem svo heita í sögukorninu mínu.
Og þá er nú ekki annað eftir en að fá ofurlitla niðurstöðu: Vesturfarasagan
mín er svo vond sagnffæði að henni má hvergi treysta. En vonandi fjallar
hún samt um atburði sem hafa átt sér stað. Það fluttu íslendingar til
Vesturheims, það var haldinn þjóðfundur í Reykjavík árið 1851, það var
stofnuð íslensk nýlenda með eigin löggjöf og stjórnarskrá á Nýja íslandi og
þar herjaði bólusótt veturinn 1876-1877. Þá er það einnig satt, að margir
Islendingar á leið til Vesturheims héldu að sinn síðasti dagur væri runninn
upp þegar treinið frá Edinburgh til Glasgow hafði náð þrjátíu og fimm mílna
hraða á klukkustund, eða um fimmtíu kílómetra. Og sama er að segja um
Gunnar Lambason og ffásögn hans af Njálsbrennu. Njáll var brenndur inni
ásamt sonum sínum. Skarphéðinn var tepptur við gaflhlað, hvort sem hann
glotti við tönn eða grét. Báðir höfum við Gunnar Lambason leyft okkur að
láta stjórnast af því sem í Hugtökum og heitum er kallað „lögmáli verksins,“
höfum meiri áhuga á að segja þá sögu sem okkur passar. Og verða góðir
sagnfræðingar að sjá í gegnum fingur sinn með það.
Og víst verðum við að játa, að gerð Gunnars Lambasonar af hinni deyjandi
hetju er skemmtileg. Grátur Skarphéðins kemur okkur skemmtilega á óvart,
við öðru höfðum við svo sem búist. En hann er miklu mannlegri og skiljan-
legri grátandi en glottandi við gaflhlaðið, amk. fyrir þau okkar sem ekki eru
hetjur og berserkir.
TMM 1997:4
69