Tímarit Máls og menningar - 01.12.1997, Side 73
ATHUGASEMDIR
5.3.144. „Minnföðurbróðurkveð ég,frœnda ogfrœnku“. 1 fyrstu fjórblöðungs-
útgáfunni, Ql, 1597, er þessi lína þannig:
Uncle farewell, and cousin not in adieu.
í Örkinni, F 1623 (fyrstu heildar-útgáfu Shakespeares-leikrita) er hún
svona:
Uncle farewell, and cousin adieu.
En í útgáfu frá 1634 er hún á þessa leið:
Uncle farewell, and cousin too adieu.
Þannig er línan að vísu orðin svo skelfíleg á svipinn, að sumum útgefend-
um þykir illt hafa stórversnað. En flestir láta sér hana lynda, fyrst svo á að
heita, að hún standist bæði að efni og formi, þótt fáir munu trúa því, að
skáldið hafi látið hana þannig frá sér fara. 1 þessari þýðingu er gert ráð
fyrir að línan hafi verið í handriti höfundar:
Uncle farewell, and coz and aunt, adieu.
Orðmyndin coz (couz, couze) kemur margoft fyrir í verkum Shakespeares.
Þó er cousin (cosin) þar miklu venjulegri mynd, og því mun prentari Q1
hafa sett cosin (eða cousin) fyrir coz (eða couze). Hefur hann þá e.t.v. gert
ráð fyrir samdrætti, svo ekki yrði bragliður einu atkvæði of langur. Þetta
hefur svo prófarkalesari leiðrétt og vísað inn frá spássíu „not in“ (semsé
ekki cos-in, heldur coz). Leiðréttinguna hefur prentarinn síðan misskilið
og bætt orðunum tveimur „not in“ inn í línuna á þeim stað, sem til var
vísað, og í stað orðanna tveggja, sem á eftir komu: „and aunt“ (sem voru
jafnmörg atkvæði). Þeirri línu vildu svo útgefendur Arkarinnar (1623)
ekki una, og felldu niður hin óskiljanlegu orð „not in“, endaþótt línan yrði
þá einu atkvæði of stutt. Þeim ágalla er svo kippt í lag í útgáfunni 1634
með því að bæta inn „too“ á eftir „cosirí', þótt illa færi. Hér skal það talið
styrkja leiðréttinguna „coz and aunt“ fyrir „cousin not in“, að mjög ótrúlegt
verður að teljast, að Bolbekkingur kveðji þá feðga með virktum hvorn um
sig, en gleymi alveg að kasta kveðju á „frænku“, sem hann í hverju orði
kallar „good aunt“. (1982)
TMM 1997:4
71