Tímarit Máls og menningar - 01.12.1997, Síða 84
HELGI HÁLFDANARSON
eða sýni hermanninum pyngju, sem hann skuli hljóta fyrir snör handtök
og óskeikul. En raunar nær þetta engri átt. Enda væri blekkingaleikurinn
vegna Brútusar þá til lítils framinn, auk þess að enginn hefði trúað slíku
framferði uppá Brútus. Hér er Lúsilíus einmitt að storka hermanninum
og ginna bæði hann og fleiri til bardaga við sig, því þannig beinir hann
háskanum frá Brútusi sjálfum til sín. Og þetta tekst. Ljóst er að þarna
verður nokkur bardagi, sem lýkur með því, að Lúsilíus er umkringdur og
tekinn höndum. Hróp 2. hermanns „Þokið frá!“ sýnir, að honum hefur
tekizt að safna um sig þröng, meðan hann gat varizt, en sú var einmitt
ætlun hans. (1973)
Anton og Kleópatra (Antony and Cleopatra)
2.2.133. „og ótti megn, sem hampar sínum háska,
að engu verða; sönn orð segjast fleipur,
þar sem er trúað táli. “
í frumtexta stendur hér:
„And all greatfears which now import their dangers,
Would then be nothing: truths would be tales,
Where now halftales be truths.“
Útgefendur hafa átt í basli með að skýra þetta. í miðlínuna vantar eitt
atkvæði, og hefur verið reynt að bjarga öllu málinu með „but truths“, sem
ætti að merkja „óþægilegar staðreyndir, svo sem á stendur“. En hver veit
nema þarna hafi átt að standa „half truths“, sem kalla má að framhaldið
krefjist? Þá mætti e.t.v. standa á þessum stað:
„og ótti megn, sem hampar hættu, verða
að engu, brot af sannleik talið tál,
og hvergi trúað táli. “
2.3.4. „Góðar... Góða nótt.“ í F stendur kveðjan („Góðar nætur, herra.“)
sem upphaf talgreinar Antons, og beinir hann henni þá að sjálfsögðu til
Sesars. Samkvæmt því hafa útgefendur vorra tíma lagt síðari kveðjuna
(„Góða nótt, herra.“) í munn Oktavíu, því annars færi hún án þess að
kveðja Anton; og nóg sé að Anton kveðji Sesar einusinni; enda er þannig
farið að í fyrstu endurútgáfu F. Nú er það raunar harla kynlegt, einsog á
stendur, að Anton byrji þetta tal sitt við Oktavíu á því að bjóða Sesari góðar
nætur. Hér er hitt því talið líklegra, að þar sé Oktavía að bjóða Antoni góða
82
TMM 1997:4