Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1997, Page 87

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1997, Page 87
ATHUGASEMDIR Snegla tamin (The Taming of the Shrew) 3.2.126-47. „Við hennar ást... þérfrá kirkjuT‘ Mönnum hefur að vonum þótt sá tími, sem það tekur að fara með tuttugu línur á sviði, í stytzta lagi fyrir Petrútsíó til að heimsækja Katríni, leiða hana til kirkju og hespa þar af heila hjónavígslu-athöfn. Þarna hafa menn því gert ráð fyrir einhvers- konar styttingu á frumgerð leikritsins. Endaþótt Shakespeare fari oft allfrjálslega með tímann, væri þetta dæmi vissulega af grófasta tagi. - En hér er vert að athuga hvað frumútgáfan, F, hefur til málanna að leggja. Á eftir orðum Petrútsíós (,,/tí, einmitt... heitum kossi‘) stendur þar einungis „Exif (Hann fer.) Og á eftir orðum Baptistu („Ég fer . . . hvað setur.“) stendur einnig aðeins „Exif. Fyrir utan þetta tvítekna Exit eru í F engar leikvísanir á þessum stað. - Svo mætti virðast, sem hér hafi fallið brott útgöngu- og innkomu-vísanir, og fyrir bragðið hafi horfið skil milli leikatriða. Sé gert ráð fyrir sviðskiptum á þessum stað, fellur allt í ljúfa löð. Raunar bendir ekki eitt heldur allt til þess, að svo eigi að vera. Þegar Traníó hefur sagt sín orð („Hann sér ... betur búinn.“) hlýtur hann að fara á eftir Petrútsíó, í stað þess að vera kyrr og venda sínu kvæði í kross. Enda nær ræða hans á eftir engri átt. Hinsvegar er hún dæmigert upphaf leikatriðis, þar sem þeir Lúsentsíó koma og eru í miðjum klíðum að ræða um annað. En orð Baptistu, sem til var vitnað, eru íjarska venjulegur endir á atriði, þar sem einn maður hverfur síðastur af sviði. - Hér virðist því ekki vera um neina styttingu að ræða; og ekkert þarf að hafa fallið brott nema leikvísunin. En brottfall leikvísunar væri hér ekkert einsdæmi í F. Gera má ráð fyrir, að á eftir orðum Petrútsíós hafi átt að standa: „Petrútsíó og Grúmíó fara.“ og á eftir orðum Traníós: „Allirfara nema Baptista.“ Á eftir orðum Baptistu stæði þá: „Hannfer.“ Síðan kæmi í nýrri línu: „Traníó og Lúsentsíó koma.“ og væri það upphaf nýs leikatriðis að lokinni hjóna- vígslunni. Þess er að minnast, að í frumútgáfunni eru leikatriðum yfirleitt ekki mörkuð skil á annan hátt en þennan. (1987) 4.2.1. „Lisíó góður“ o.s.frv. Hér hefur verið gert ráð fyrir breytingum, vegna þess að fyrsta lína þessa atriðis í frumtextanum sé lausamál og síðan einnig 4. og 14. lína. Ekki þarf þó annað en sleppa „friend Licio“ úr fyrstu línu, „Sir“ framanaf 4. línu og „0“ framanaf 14.1ínu til að allt verði venjulegur stakhendu-kafli. Svo má virðast, sem orðunum „friend Licio“ hafi verið skotið inní fýrstu talgrein Traníós, til þess að minna áhorfendur á það undir eins, að þeir Hortensíó og Traníó þykjast nú heita Lisíó og Lúsentsíó. Hin „innskotin“ tvö, sem engu efni breyta, væru þá e.k. viðurkenning og staðfesting á því, að bragurinn hefði verið rofinn á þessum kafla, svo að fyrsta línan styngi ekki með öllu í stúf við allt framhaldið. (1987) TMM 1997:4 85
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.