Tímarit Máls og menningar - 01.12.1997, Síða 97
LITLU VARÐ VÖGGUR FEGINN
„Was ist Aufklárung?“-Hvað er upplýsing? Tilgangurinn er meðal annars sá
að sýna fram á svipaðar hræringar innan heimspeki og frásagnarbókmennta
á átjándu öld. Þar er í fáeinum línum vikið að túlkun Foucaults á sömu
ritgerð, en hún birtist fyrir fáeinum árum í Skírni og er mikilvægur hluti af
íslenskri upplýsingarumræðu; og um ritgerð Foucaults er sagt: „Ef gengið er
að þessari túlkun . . .“ (bls. 36-7) Varla á fullyrðingasemi Einars Más við
þessa málsgrein. Ætli hann eigi þá við hugmyndasögulegan kafla, „íslensk
vísindabylting11, þar sem fjallað er allrækilega um vísindalegar aðferðir sautj-
ándu og átjándu aldar, meðal annars með hliðsjón af vísindaepistemi
Foucaults (bls. 56). Þar er þó tæplega um svífandi alhæfingar að ræða,heldur
er tiltekin greining notuð til að sýna ff am á samhengi íslenskrar og evrópskr-
ar vísindastarfsemi, auk þess sem henni er beitt „í beinu einvígi við afmarkað
viðfangsefhi“, þ.e. fræðirit um náttúru íslands eftir Jón Grunnvíking, Svein
Pálsson og Eggert Ólafsson. Hér er vísindasaga Foucaults höfð til hliðsjónar
af því hún varpar merkilegu ljósi á íslenskar heimildir, jafhframt því sem
tekið er fullt tillit til annarra nútímarita um vísindasagnffæði. Textagrein-
ingin sjálf skiptir samt sem áður mestu máli, settar eru ffam skýringar sem
hver og einn getur tekið afstöðu til; hvort rit Jóns Ólafssonar um sædýr og
fiska, Icthyographia Islandica (1737), feli í sér „upplýsta“ náttúrufræði eða
ekki, svo dæmi sé tekið.
Varla á Einar Már við þetta - eða hvað? Ætli hann eigi ekki fremur við
málsgrein í sama kafla sem hljóðar svona: „Hér verður ekki úr því skorið
hvort um aðgreind þekkingarkerfi (epistemes) í skilningi Michels Foucault
var að ræða á 18. öld . . .“ (47) Einar Már virðist nefnilega gera því skóna,
þrátt fyrir þessi ummæli, að kenning Foucaults um ólík „þekkingarkerfi“ sem
„séu á bak við alla þekkingu manna á einhverju ákveðnu tímabili og standi
gjarnan öldum saman áður en þau víki fyrir öðru „þekkingarkerft““, eins og
það er orðað, sé viðtekinn sannleikur þessarar bókmenntasögu. Um þetta er
fimbulfambað án frekari röksemda með yfirlýsingum sem þessum: „Égá t.d.
erfitt með að sjá hvernigmenn eiga aðgeta skilið hugarfarslýsinguna bls. 50-52
í bókmenntasögunni án þess aðþekkja kaflann um „prósa veraldarinnar“ í riti
Foucaults „Orðin og hlutirnir. ..“ Tekið skal fram að í umræddum kafla er
fjallað með mörgum dæmum um íslenska náttúrudulhyggju, teikna- og
fyrirboðatrú, til dæmis hjá séra Jóni Steingrímssyni, getið er hugmynda um
lífræna heild, þar sem náttúran hefur „vitund“ og talar til manna í táknum
og fyrirboðum, þar sem dulið samsvörunar- eða líkingarlögmál tengir sam-
an sýnileg og ósýnileg fyrirbæri; minnst er á spilverk efnislegra og yfirskil-
vitlegra krafta, jafnffamt því sem vikið er að táknfræði fyrri tíma, afstöðu
fólks til tungumáls og hvernig það dró líkingar um eigið líf af viðburðum
náttúrunnar. Allt er þetta afskaplega þjóðlegt, þótt finna megi hliðstæður við
TMM 1997:4
95