Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1997, Side 98

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1997, Side 98
MATTHÍAS VIÐAR SÆMUNDSSON evrópska dulspeki sextándu aldar (prósa veraldarinnar), en um hana hafa fleiri en Foucault vélað eins og Einar Már á að vita. Þá eru leidd rök að því að ritgerð séra Jóns um Skaftárelda (1788) sé „mótsagnakennd blanda, virk samræða í sálarlífi eins manns, hugmyndaleg deigla líkt og viðureign Eggerts við sálnafjallið nokkrum áratugum áður“(52). Lögð er áhersla á sambýli ólíkra grundvallarviðhorfa eða þekkingargerða hjá rithöfundum sautjándu og átjándu aldar, en tekið skal fram að ekki var um einangrað fyrirbæri að ræða, eins og sjá má af vísindasögu Þorsteins Vilhjálmssonar. Flann bendir til dæmis á að hjá frumkvöðli vísindalegrar heimsmyndar, Kóperníkusi, hafi mátt greina „sóldýrkun í ætt við trúarbrögð11; talað er um „nýplatónska dýrkun á dulrænu samhengi við tölur, tónstiga og rúmfræðimyndir“ hjá Kepler; og um dulspeki Newtons, áhuga hans á biblíufræðum og gullgerð- arlist, er sagt: „Þá má það verða okkur nútímamönnum enn eitt umhugsun- arefnið, hvernig svo ólíkir þættir sem dulspeki og vísindahyggja hafi þrifist svo vel í sama manninum... Jafnvel þótt ég hafi söguskekkjuna í huga, dugar það ekki til að eyða furðu minni á því að slíkt skuli rúmast „í einum og sama manninum!““4 2 Sögugreining Bókmenntasögu III er gjörólík umfjöllun Foucaults í Orðum og hlutum (1966), því sýnt er fram á ósamkvæmni og mótsagnir sem hljóta að grafa undan kenningu um samfellt epistem eða þekkingarkerfi.5 Þar er hins vegar tekið undir gagnrýni á sögulega goðsögn um vöxt og framfarir mannlegrar þekkingar, en samkvæmt henni reis sannleiksöld skynsemi, þekkingar og vísinda upp úr óskapnaði hjátrúar, fáfræði og úreltrar guðfræði eins og í hendingu en þó af nauðsyn, og var þessum atburði líkt við ljósbrigði að morgunlagi, bjartir sólargeislar ráku næturský og þokuslæður á flótta, og ljós hlutlægrar skilningsgáfu skein með sífellt meiri ljóma uns það stóð í hádegisstað á síðara hluta átjándu aldar. Þessi sögusýn hefur sett mót sitt á íslensk fræði til skamms tíma og útilokandi hugtökum verið beitt við hug- myndasögulegt mat, einkum þegar ritað er um sautjándu öld; talað er um ímyndun og hugaróra, hjátrúarvitleysu og broslegar bábiljur þegar fengist er við reynslu einstaklinga sem tóku trú og táknræn líkindi ffam yfir sýnileg efnistengsl orsaka og afleiðinga. Þá hefur þekkingar- eða merkingarheimi fýrri alda oft verið afneitað með hugtökum úr siðfræði og læknisfræði, skrifað hefur verið af þótta um heimsku og hugaróra, blindu og jafhvel fár eða sjúkleika.6 Sagnfræði af þessu tagi fær varla staðist, enda sýnir félagssaga íslenskrar upplýsingar að hún réðst ekki af háleitum sannleikshugsjónum, heldur 96 TMM 1997:4
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.