Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1997, Qupperneq 110

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1997, Qupperneq 110
ÓLAFUR HALLDÓRSSON hyggjumenn í Sjálfstæðisflokki, og nú á síðustu og verstu tímum einnig í Framsóknarflokki, þegar þeir segja að ríkið eigi ekki að vera að vasast í atvinnurekstri. Sögnin vasast hefur neikvæða merkingu og þegar sú sögn er notuð um ríkisrekstur þarf ekki að útskýra neitt nánar hvers vegna ríkisrekst- ur sé óæskilegur. Sama máli gegnir um orðið hreintungulögregla. Það er einstaklega ljótt orð og þarf ekki að rökstyðja nánar að þeir sem þá nafngiff eigi skilið hljóti að skrifa eintóma dellu þegar þeir ræða um íslenskt mál. Ég get svo sem tekið þátt í leiknum og nefnt Böðvar málfarsfrjálshyggjumann og skipað honum í þann fjölmenna flokk sem telur allar nýjar breytingar á íslenskri tungu eðlilega þróun málsins, hvort sem um er að ræða breytingar á hljóðkerfi og beygingarkerfi, eða tökuorð og tökumerkingar úr erlendum málum, þar með taldar gamlar og nýjar dönskuslettur. Þetta viðhorf til móðurmálsins hygg ég að fyrst hafi komið upp á sjötta áratug þessarar aldar og sprottið af því, að þeir sem þessari málstefnu fylgja hafi saknað þess að hér á landi var ekki stéttskipt mál eins og víða í öðrum löndum og erfitt að slá sig til frjálshyggjuriddara með því að taka upp hanskann fyrir mállýsku hinna svokölluðu lægri stétta. En hins vegar var hægt að finna sér andstæðing og gefa honum ljótt nafn: Hreintungulögregla. Sumir hafa jafnvel gengið svo langt að venja sig á að segja mér langar og mér hlakkar til þótt þeir hafi ekki alist upp við það málfar, bara til þess að telja sjálfum sér og öðrum trú um að þeir séu svo frjálslyndir. Og nú koma þeir í útvarp og sjónvarp og segja gott kvuld og svo lesa þeir sugu fyrir hlustendur. Það er nefnilega eðlileg þróun málsins að kvöld verði kvuld og sögu verði sugu og ekkert annað en della að amast við því. Böðvar segist hafa velt dálítið fyrir sér setningu þar sem ég tala um „konu sem um þessar mundir er ein af fremstu rithöfundum íslendinga“, og einkum eru það orðin „um þessar mundir" sem vefjast fyrir honum (bls. 95). Ef ég væri meira fyrir útlent krydd í íslensku máli en ég er hefði ég auðvitað skrifað: „konu sem í dag er ein af fremstu rithöfundum íslendinga“, og þá hefði Böðvari líklega fundist hann fá forsmekk af góðum graut, „alveg eins og heima“, sbr. neðstu línu á bls. 94 í bréfi hans. Böðvar skrifar langt mál um krydd og kemst að þeirri niðurstöðu að krydd sé það sem „bætir bragð og þef‘. Og nú tek ég mér í munn setningu sem var höfð eftir frægasta flakkara á Suðurlandi, Guðmundi kíki: „Satt segirðu, og mikil gáfumanneskja ertu!“ En Böðvar hlýtur að vita af reynslu við matar- gerð að krydd verður að nota í hófi, en í öðru lagi að það er ekki sama hvaða krydd er notað. Það er hægt að bæta mat með kryddi, en það er líka hægt að gera hann óætan með ofmiklu kryddi eða kryddi sem á alls ekki við það sem haft er í matinn. Mér er fullkomlega ljóst að íslenskt mál hefur á undanförn- um öldum auðgast af tökuorðum úr öðrum málum, og mér er einnig 108 TMM 1997:4
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.