Tímarit Máls og menningar - 01.03.2000, Síða 16
ÁRMANN JAKOBSSON
lenskri menningu er jafhgamalt Hamborgarbyskupasögu Adams frá Brim-
um (frá um 1070) sem raunar er einnig í tísku um þessar mundir.7 Þessi 11.
aldar maður sagði íslendinga vera þjóð sem hefði engan konung nema lögin:
„Apud illos non est rex, nisi tantum lex“.8 Umfjöllun Sigurðar Nordals um
lögin hefst á sögu um víkinga sem engan höfðingja áttu, voru allir jafnir
(102). Næst verða á vegi hans tveir norðlenskir bændur sem finnst best að
þjóna engum (106). Þetta viðhorf kallar hann einstaklingshyggju (105) og
tengir áhuga á einkamálum í íslendingasögum. Síðar talar hann um jafnrétt-
ishugsjón víkingaaldar (130) og túlkar jafnvel Rígsþulu sem jafnaðarkvæði
(207-8). Þessi tvö stef fléttast saman í goðsögn um f slendinginn sem vill eng-
um þjóna og engum lúta. Menn skulu vera jafnir.
Sigurður Nordal telur að höfðingja hafi dreymt um að koma hér á fá-
mennisveldi, jöfnuðurinn hafi ekki verið hugsjón heldur afleiðing af gerð
samfélagsins - í íslenzkri menningu er raunar almennt ff emur rætt um hug-
arfar en samfélag (aðgreiningin í hugarfar og hugmyndafræði er raunar ekki
skýr hjá Sigurði Nordal). Sigurður Nordal telur að ekki hafi íslendinga skort
„drottnunarvilja, en um þjónustuandann var minna.“ (120) Þannig hafi
óhlýðni íslendinga komið í veg fyrir fámennisveldið.9 Og í framhaldinu fjall-
ar Sigurður Nordal um Egil Skallagrímsson undir fýrirsögninni „uppreisn
einstaklingsins.“
Enn kemur á óvart hversu nútímaleg umfjöllunarefni Sigurðar Nordals í
þessu riti eru; nýverið hefur Torfi Tulinius beint sjónum að Agli í ljósi kenn-
inga um einstaklinginn á miðöldum.10 En þó að goðsögnin um íslensku ein-
staklingshyggjuna og norrænu jafnaðarhugsjónina sé enn í hávegum höfð í
fjölmiðlum og meðal alþýðu manna er hún sá þáttur í þessu riti sem líklega
hefur elst verst. Öllu frjórri er sú nálgunarleið sem örlar á í nútímanum að
tengja viðhorf manna ffemur við t.d. stétt, þannig hefur verið bent á að
bændur hafi eðlilega verið friðarsinnar fremur en höfðingjar, hér eins og í
öðrum löndum.11 Og helstu dæmi frá Sturlungaöld um andstöðu við norskt
konungsvald hafa verið dregin fram og reynast ekki mörg.12
Þriðja dæmið um viðhorf Sigurðar Nordals er á hinn bóginn til vitnis um
skarpskyggni hans og framsýni. Hann varar við því að litið sé á víkingana,
forfeður okkar, sem hermenn fyrst og seinast og bendir á hversu litaðar sam-
tímaheimildirnar séu; þær séu flestar ættaðar frá fórnarlömbum herferða
víkinganna: „Um siði víkinganna verður enn að hafa í huga, að allur hernað-
ur leiðir í ljós ruddalegri hliðar mannlegs eðlis, meðan á honum stendur.“
(75) Það sem leiðir af þessu er að álíka réttlátt sé að byggja hugmyndir um
víkinga á lýsingum á árásinni á Lindisfarne og hugmyndir okkar um Banda-
ríkin aðeins á Víetnamstríðinu. Þá telur Sigurður Nordal eðlilegra að beina
kastljósinu að víkingunum heima, sem bændum og kaupsýslumönnum, en
6
www.malogmenning.is
TMM 2000:1