Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2000, Síða 16

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2000, Síða 16
ÁRMANN JAKOBSSON lenskri menningu er jafhgamalt Hamborgarbyskupasögu Adams frá Brim- um (frá um 1070) sem raunar er einnig í tísku um þessar mundir.7 Þessi 11. aldar maður sagði íslendinga vera þjóð sem hefði engan konung nema lögin: „Apud illos non est rex, nisi tantum lex“.8 Umfjöllun Sigurðar Nordals um lögin hefst á sögu um víkinga sem engan höfðingja áttu, voru allir jafnir (102). Næst verða á vegi hans tveir norðlenskir bændur sem finnst best að þjóna engum (106). Þetta viðhorf kallar hann einstaklingshyggju (105) og tengir áhuga á einkamálum í íslendingasögum. Síðar talar hann um jafnrétt- ishugsjón víkingaaldar (130) og túlkar jafnvel Rígsþulu sem jafnaðarkvæði (207-8). Þessi tvö stef fléttast saman í goðsögn um f slendinginn sem vill eng- um þjóna og engum lúta. Menn skulu vera jafnir. Sigurður Nordal telur að höfðingja hafi dreymt um að koma hér á fá- mennisveldi, jöfnuðurinn hafi ekki verið hugsjón heldur afleiðing af gerð samfélagsins - í íslenzkri menningu er raunar almennt ff emur rætt um hug- arfar en samfélag (aðgreiningin í hugarfar og hugmyndafræði er raunar ekki skýr hjá Sigurði Nordal). Sigurður Nordal telur að ekki hafi íslendinga skort „drottnunarvilja, en um þjónustuandann var minna.“ (120) Þannig hafi óhlýðni íslendinga komið í veg fyrir fámennisveldið.9 Og í framhaldinu fjall- ar Sigurður Nordal um Egil Skallagrímsson undir fýrirsögninni „uppreisn einstaklingsins.“ Enn kemur á óvart hversu nútímaleg umfjöllunarefni Sigurðar Nordals í þessu riti eru; nýverið hefur Torfi Tulinius beint sjónum að Agli í ljósi kenn- inga um einstaklinginn á miðöldum.10 En þó að goðsögnin um íslensku ein- staklingshyggjuna og norrænu jafnaðarhugsjónina sé enn í hávegum höfð í fjölmiðlum og meðal alþýðu manna er hún sá þáttur í þessu riti sem líklega hefur elst verst. Öllu frjórri er sú nálgunarleið sem örlar á í nútímanum að tengja viðhorf manna ffemur við t.d. stétt, þannig hefur verið bent á að bændur hafi eðlilega verið friðarsinnar fremur en höfðingjar, hér eins og í öðrum löndum.11 Og helstu dæmi frá Sturlungaöld um andstöðu við norskt konungsvald hafa verið dregin fram og reynast ekki mörg.12 Þriðja dæmið um viðhorf Sigurðar Nordals er á hinn bóginn til vitnis um skarpskyggni hans og framsýni. Hann varar við því að litið sé á víkingana, forfeður okkar, sem hermenn fyrst og seinast og bendir á hversu litaðar sam- tímaheimildirnar séu; þær séu flestar ættaðar frá fórnarlömbum herferða víkinganna: „Um siði víkinganna verður enn að hafa í huga, að allur hernað- ur leiðir í ljós ruddalegri hliðar mannlegs eðlis, meðan á honum stendur.“ (75) Það sem leiðir af þessu er að álíka réttlátt sé að byggja hugmyndir um víkinga á lýsingum á árásinni á Lindisfarne og hugmyndir okkar um Banda- ríkin aðeins á Víetnamstríðinu. Þá telur Sigurður Nordal eðlilegra að beina kastljósinu að víkingunum heima, sem bændum og kaupsýslumönnum, en 6 www.malogmenning.is TMM 2000:1
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.