Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2000, Page 30

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2000, Page 30
KRISTJÁN B. JÓNASSON sögðu við um femínismann og hinar nýrri hliðargreinar hans eins og hinseginfræði og kynjafræði, en einnig má nefna þær félagsffæðilegu, mann- fræðilegu og nýmarxísku kenningar sem byggja að miklu leyti á rannsókn- um á menningarlegu valdi, vægi og fýrirferð hugmyndafræðinnar og tengslum hennar við sjálfsveruna. í öllum tilvikum er verið að rannsaka fyr- irbæri sem þrátt fýrir að eiga sér stoð í hinum efhislega heimi eru að miklu leyti bundin í menningunni, og öðlast sitt táknræna miklvægi í gegnum ferli sem þar eru að verki. Það er ekki endilega víst hvort hægt sé að breyta þessum ferlum í ljósi skilningsins, en vissulega er það langoftast markmiðið. íslenzk menning virðist sameina mörg meginviðmið þeirrar hugsunar sem hugmyndin um hinn táknræna Föður og Lögin hans beinist gegn. Ritið er einskonar safn táknkerfa hinnar viðteknu og áður lítt umdeilanlegu þekk- ingar um þjóðernið, frelsið, kynferðið, stöðu sjálfsverunnar, lögin og kyn- þáttinn. Líklegast er þetta safh þó of gott því freistingin til að láta það nægja sem inngang að borgaralegri common-sense hugsun íslenskra menntamanna fýrr á þessari öld er mikil og ég er þeirrar skoðunar að menn ættu að reyna að standast hana hvað þeir geta. Samtímafr æðunum hefur réttilega verið legið á hálsi fyrir að stytta sér á tíðum leið í glímunni við hin viðteknu gildi og hina viðteknu þekkingu. í stað þess til að mynda að lesa verk Sigurðar ofan í kjöl- inn gætu menn hneigst til að henda hina táknrænu Föðurlagamynd á lofti og tefla henni fram sem einskonar sönnun fyrir hugmyndafræði sem sé ótæk. Því er ég til að mynda viss um að margir af yngri kynslóðum mannvísinda- fólks telji sig þekkja ágætlega til verka Sigurðar án þess þó að hafa lesið mikið meira í þeim en tilvitnanir og endursagnir annarra fræðimanna.4 Það er í raun ekki svo agalegt nema kannski vegna þess að þar með verður eina myndin sem menn gera sér af þeim hin endurtekna föðurmynd. En jafnvel þótt þessi styttingarpyttur sé hafður í huga þýðir það ekki að girt sé fyrir öll þau vafamál ef ekki vandamál sem rísa af táknrænni stöðu Föðurins Sigurðar Nordals. Vissulega græðir samtímagagnrýnin á þessari mynd því með henni opnast möguleiki á að skilja texta Sigurðar út ffá þeirri menningarlegu stöðu sem hann sjálfur og umhverfi hans setti þá í og er að vissu leyti enn fyrir hendi. Menning okkar fslendinga er óefað mörkuð þeim hugmyndum sem reynt er að festa í sessi og skýra í íslenzkri menningu, hug- myndum til að mynda um sögulegt algildi hinnar afmörkuðu sjálfsveru, upphafningu hinnar þjóðlegu gullaldar þar sem fornbókmenntirnar eru í öndvegi sem og hið mikilvæga hlutverk kynþáttarins, eða þá erfðanna í menningunni. En táknræna Föðurmyndin er líka svolítið snúin því hún er eðli málsins samkvæmt bundin því sem í menningarmannfræði er kallað „táknræn formgerð“: Þeim skilningi á merkingu samfélagslegra fyrirbæra að þau séu í raun texti og að samhengi þeirra leysist upp í þeim texta. Enginn 20 www.malogmenning.is TMM 2000:1
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.