Tímarit Máls og menningar - 01.03.2000, Síða 32
KRISTJÁN B. JÓNASSON
og að síðustu hugmyndin um hina afmörkuðu sjálfsvitund sem grundvöll
hins sjálfráða og frelsisleitandi einstaklings. Allt eru þetta hugmyndir sem
samtímarýnin getur með engu móti kyngt hikstalaust, en sem hún vill þó
heldur ekki sleppa af hendinni. Þar er að verki eilítið mótsagnakennt ferli
sem er svo sem í stíl við annað á tímum þegar við neyðumst til að lifa við
mótsagnir og halda þær út með góðu eða illu. Annars vegar er á ferðinni sá
díalektíski borðtennisleikur sem lýst var hér að framan þar sem upphafning-
in tekur höndum saman við gagnrýnina með það fyrir augum að færa það
sem gagnrýnt er inn á nýtt umráðasvæði innan tungumálsins og menningar-
innar, opinbera forsendur, djúpgerðir og merkingarformgerðir sem áður
voru lítt sýnilegar. Hins vegar er hér á ferðinni ferli sem er sérstaklega bundið
við afbygginguna og gagnrýni hennar jafnt á cartesíska þekkingarfræði sem
þýska hughyggju. í stað þess að leysa af hólmi á díalektískan hátt hugtök sem
talin eru ótæk með öðrum „sannari", hugtök eins og „þjóð“ og „einstakling-
ur“, eru þau gömlu notuð áfram, en á gagnrýninn hátt, rúin sínum draugs-
lega hugmyndafræðihala sem þau hafa dragnast með allt frá sínu óræða
upphafi. Hugtökin eru sett inn í gæsalappir, deyfð með strokleðri, skrifuð
með blýanti inn í blekklestar síðmódernískar stílabækur, en þau eru ekki sett
inn í hina miklu hugtakaskilvindu þar sem segir að þegar rjómi er ekki leng-
ur rjómi nema í gæsalöppum verði að kalla hann undanrennu. Svo einfalt er
það ekki. Um leið og hætt er að tala um rjóma getum við ekki spurt þeirra
spurninga sem orðræða rjómans og þau margvislegu tengsl sem búa í rjóma-
hugtakinu hljóta að kalla fram. Við gerðum ráð fyrir því að það sé til sannari
rjómi sem heitir undanrenna þar sem samsemd hans við eðli rjómans er
meiri en gat orðið meðan rjóminn var í gæsalöppum. Og þeir sem lesa
grannt hafa áreiðanlega höggvið eftir því að ég talaði um eðli rjómans þegar
ég átti í raun við undanrennuna. Ég kemst ekki út úr þeim skorðum sem
tungumál mitt setur mér því ég get ekki miðlað táknmyndinni /rjómi/ með
táknmiðinu <undanrenna>, um slíkt er ekkert samkomulag meðal málnot-
enda á mínu menningarsvæði og fyrst svo er ekki, er fráleitt að ég geti táknað
„rjómann“ betur en áður en hann fékk gæsalappirnar. Afi afbyggingarinnar,
Jacques Derrida, kallar þetta markahugsun, hugsun sem smeygir sér inn í
bilið milli hugsunarviðmiðs sem hugtakið var áður hluti af og afnámsins
sem vofir yfir því. Þetta brot eða rof er um leið vísir um hina óendanlegu
táknmiðakeðju sem sýnist staðfesta merkingu sem þó er á stöðugum skila-
fresti: í hvert sinn sem merkingin sýnist vera heilsteypt til staðar sést við nán-
ari skoðun að til að skilja hana þarf að kalla til önnur táknmið og önnur
táknkefi, aðra kóða, sem vísa áfram til annarra kóða, merkingin verður aldrei
til sem hlutur, samsemd eða nálægð: hún er draugur í þeim eina veruleika
sem okkur stendur til boða, sem er veruleiki tungumálsins.
22
www.malogmenning.is
TMM 2000:1