Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2000, Síða 38

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2000, Síða 38
HALLDÓR BJÖRN RUNÓLFSSON Matisse var þó heppnari en margur starfsbróðir hans, ef til vill sökum þess að tæknibrögð hans var svo erfitt að falsa. Öðru máli gegnir um Wols, eða Al- fred Otto Wolfgang Schulze, sem fæddur var í Berlín ári fyrir heimsstyrjöld- ina fyrri. Þegar Wols lést í París, árið 1951, var hann á hátindi frægðar sinnar sem faðir þeirrar tegundar frjálsrar abstraktlistar sem kölluð er tachismi, eða slettilist. Margir töldu hann brúa bilið milli evrópskrar og bandarískrar abstraktlistar. Alltént var hann í hópi þeirra listamanna evrópskra sem mest- ar væntingar voru bundnar við um miðbik aldarinnar. Reiðarslagið kom ekki fyrr en tólf árum eftir dauða listamannsins. Þá var stórri sýningu í Köln snögglega lokað að undirlagi listfræðingsins Werner Haftmann, heimsins helsta Wols-sérfræðings, og eins af skipuleggjendum sýningarinnar. Ástæðan fyrir hinni snöggu lokun var grunur um að meðal verkanna - en sýningin var ein stærsta Wols-sýning sem haldin hafði verið - leyndist fleiri en ein fölsun. Nú fór af stað ítarleg rannsókn sem Haftmann stóð fyrir beint og óbeint, en náði samt langt út fyrir landamæri Þýskalands, og var ekki enn til lykta leidd 1978, þótt verstu tilvikin væru upplýst. Vandinn var sá að ekkja listamannsins og sonur hennar af fyrra hjónabandi voru höfuðpaurarnir. Sonurinn hélt áff am að nota striga fóstra síns heitins, pensla og liti, og ekkjan lagði blessun sína yfir hvert nýtt verk sem hann falsaði. Afleiðingarnar létu ekki á sér standa. Markaðurinn fyrir myndir Wols hrundi og listamaðurinn féll í gleymsku og dá meðan sérfræðingar margra landa voru að komast að niðurstöðu í málinu með náinni samvinnu sín í millum. Að vísu fóru ljós- myndir hans betur út úr fölsunarmálinu en málverkin og vatnslitamynd- irnar, en Wols var einnig þekktur ljósmyndari og notaði gjarnan eigin ljósmyndir sem kveikju málverka sinna. Ef til vill höfðu ekkjan og sonurinn minni áhuga á að falsa ljósmyndir í nafni Wols en málverk, vegna þess að þær voru snöggtum ódýrari. Með iðju sinni tókst mæðginunum þó að kasta slíkri rýrð á listamanninn að það var ekki fyrr en fyrir um áratug að söfn fóru al- mennt að hætta sér út í sýningar á þessum áhrifamikla listamanni. Grunur Ólafs Inga vaknaði þegar hann tók effir stóraukinni tíðni olíu- málverka eftir frumherja íslenskrar nútímalistar á uppboðum hér heima. I byrjun síðasta áratugar var augljóst að sprenging hafði orðið í sölu listaverka eftir til dæmis þá Ásgrím Jónsson, Jón Stefánsson og Jóhannes S. Kjarval, enda voru nú fleiri verk þeirra í umferð á uppboðum en nokleru sinni fyrr. Fjöldinn margfaldast jafnt og þétt miðað við uppboðin á 9. áratugnum, en 1993 var jafnframt árið sem dæmdur Pétur Þór settist í ffamkvæmdastjóra- stólinn í Gallerí Borg. Þegar Ólafur lét til skarar skríða árið 1997, gegn því sem hann taldi hreina aðför að íslenskri myndlist, hafði fjöldi málverka effir látna íslenska listmálara vaxið nær stöðugt frá upphafi áratugarins. Ekki var lengur hægt að una þessari stöðu mála enda tók Ólafur eft ir æ fleiri fölsunum 28 www.malogmenning.is TMM 2000:1
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.