Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2000, Qupperneq 117

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2000, Qupperneq 117
RITDÓMAR íslenskir menntamenn voru einnig ein- angraðir í Kaupmannahöfh, og milli þessara tveggja hópa var lítill sem enginn samgangur. Þó er ein merkileg undan- tekning frá því: þegar Jónas dvaldist í Sórey, var hann þar í návígi við tvö þekkt- ustu skáld Danmerkur á þessum tíma, B.S. Ingemann og Carsten Hauch, og er greinilegt að hann hefur haft talsvert sam- neyti við þessa menn. Frá þessu segir Páll Valsson ýmislegt og tekur upp skemmti- lega kafla úr bréfum Jónasar, en hér finnst mér samt að hann hefði átt að kafa dýpra: svo vill til að þessi tvö dönsku skáld höfðu alveg sérstakar ástæður til að veita eftir- tekt íslenskum bókmenntamanni, sem einnig hafði ferðast víða um land sitt. Árið 1826 gaf Ingemann út skáldsögu sína „Valdimar sigursæla“ sem var fýrsta verkið í miklum sagnabálki um sögu Danmerkur á 13. og 14. öld. Oft er sagt að þessar sögur séu í anda Walters Scott, en það er ekki nema hálfur sannleikurinn. Glæsileg byrjun „Valdimars sigursæla“ sem segir frá æfilokum sagnaritarans Saxa hins málspaka gefur nefhilega til kynna hvað vakti fyrir Ingemann: að semja e.k. „framhald“ af Danasögu Saxa, með vinnubrögðum hans, eins og menn skildu þau á þessari rómantísku öld, og skýrir það nokkuð þau ffávik sem þar er að finna frá sagnastíl meistarans skoska, og eru lesendum kannske til trafala í nú- tímanum. Því er ekki að efa að Ingemann hafði lifandi áhuga á norrænni sagnarit- un miðalda, og kannske býsna fús til að hlýða á íslendinga, eins og meistari hans Saxi hafði verið, þrátt fyrir „stríðnina“. Hvað Carsten Hauch snertir, má ekki gleyma því að hann var að vissu Ieyti „út- lendingur“ í Danmörku eins og Jónas, hann var fæddur og uppalinn í Noregi fýrstu æfiárin, hafði stöðugt heimþrá eft ir bernskulandinu og sá norskt landslag, fjöll og dali, fyrir sér í hillingum, eins og glögglega má finna í skáldsögu hans „Vil- helm Zabern" (1834). Áhugamál Carst- ens Hauchs voru víðtæk, en á þessum fimmta tug aldarinnar beindust þau í auknum mæli að íslenskum fornbók- menntum, sem hann virðist um síðir hafa lesið vítt og breitt á ffummálinu. í leiðinni lagði hann gjörva hönd á plóginn í bók- menntagrein sem þá stóð með talsverð- um blóma, sem sé fornsagnastælingum, eða skáldsögum um miðaldir þar sem reynt var að líkja effir stíl og ffásagnar- tækni íslendingasagna. I þeim anda skrif- aði hann „Þorvalds sögu víðförla“, sem út kom árið 1849. En annað er þó mun merkilegra: á þessum sama tíma, veturinn 1848-1849, hélt hann fýrirlestra um Njálssögu og fleiri Islendingasögur við Kaupmannahafharháskóla, og er þar að finna ýmsar skörpustu athugasemdir um Njálu sem yfirleitt voru gerðar á saman- lagðri 19. öld, og koma manni reyndar á óvart enn í dag. Því hlýtur sú spurning að verða áleitin, hvað þeim kunni að hafa farið á milli, íslenska skáldinu sem orti „Gunnarshólma" og norskfædda skáld- inu sem hafði næmari tilfinningu fýrir Njálu en flestir samtímamenn. Ég veit ekki hvort nokkur hefur gaumgæft þessi rit Hauchs til að kanna hvort þar sé ekki að finna áhrif ffá einhverju spjalli við Jónas, og finnst mér að Páll Valsson hefði mátt staldra við og hugleiða hvort ekki væri þarna hægt að opna rifu á dyrum. Það er ástæðulítið að tíunda nokkra smágalla á eins ágætu verki og æfisaga Jónasar Hallgrímssonar er. Þó langar mig til að nefha eitt smáatriði. Þegar vitnað er í ferðadagbækur Jónasar getur lesandinn naumast fengið aðra hugmynd en þá að þetta séu orð skáldsins sjálfs, það er ekki fýrr en í eftirmálanum, bls. 519, sem í ljós kemur að tilvisanimar em í þýðingu Hauks Hannessonar á skrifum Jónasar. Og hvers vegna ekki að vitna beint í dagbæk- urnar á ffummálinu, dönsku, eins og gert er með kvæði Jónasar á því máli? Vera má TMM 2000:1 www.malogmenning.is 107
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.