Tímarit Máls og menningar - 01.03.2000, Síða 124
RITDÓMAR
að kynnast hinni sönnu íslensku þjóð á
ferðalagi sínu, hennar innri manni, ef svo
má segja. En sögumaður verksins er síð-
an, eins og góðri skáldsagnahetju sæmir,
sífellt að reka sig á muninn á ímyndinni
og veruleikanum, svo sem eins og Don
Kíkóti þegar hann barðist við vindmyll-
urnar. Þessi munur á myndinni og veru-
leikanum, á klisjunum og hversdagsleika,
er stöðugt í forgrunni í þessari vetrar-
ferð. Af því sprettur húmor verksins en
líka innsýnin inn í íslenskan veruleika
sem ekki síður einkennir þetta verk.
Ferðasagan Góðir Islendingar lýsir
ferðalagi ungs borgarbúa um fsland um
hávetur. Það sem aðgreinir þessa ferða-
sögu frá flestum öðrum er að hér er ekki
lýst ókunnum ævintýraslóðum, heldur
hinum afar kunnuglega hring í kringum
landið. Það sem gerir ferðalagið þó ann-
arlegt í hugum borgarbúa er hins vegar
að hér er ekki farið til að dásama mið-
nætursól og hrikaleg fjöll og háa fossa,
heldur er miður vetur og enginn upp í
sveit nema þeir sem eiga þar heima. Það
má því segja að þessi bók sverji sig í ætt
við menningarfyrirbæri sem hefur verið
ákaflega vinsælt meðal sjálfstæðra kvik-
myndagerðarmanna, eða road-movie, og
við lesturinn koma til dæmis upp í hug-
ann myndir Friðriks Þórs Friðrikssonar,
Á köldum klaka og Börn náttúrunnar, svo
og myndir eftir Jim Jarmusch og AJd
Kaurismald, þar sem er oft lýst mjög ólík-
legu ferðalagi um frekar óheillandi slóðir.
Það er þessum myndum sameiginlegt að
neita að skoða bara póstkortin, heldur
reyna þær að komast sem næst hversdags-
leikanum, hversu einkennilegur sem hann
kann að vera, veruleikanum bak við
ímyndina. Helsti kostur Góðra íslendinga
er að sögumaður er alltaf meðvitaður um
hve lítið hann í raun veit um þennan hvers-
dagsleika, og það sem hann veit hefur hann
lesið eða séð einhver staðar annars staðar.
Eins og sögumaður segir þegar hann hitt-
ir bensínafgreiðslustúlkuna á Flateyri:
„Bak við útidyrahurðirnar á Flateyri voru
veraldir og ég hafði eldd séð nema brota-
brotabrot af heimi stelpunnar" (bls. 95).
Huldar lýsir hins vegar mjög vel mörgum
einkennum íslensks veruleika og lýsingar
hans á maxgöllum og lerumpuköUum (bls.
54), hinni séríslensku spjaUstöðu (bls. 29),
bensínsjoppum sem hjarta bæjarins (bls.
57), veðurspjallinu (bls. 60) og göngulagi
Akureyringa sem hann segir að ætti að
kenna í Kramhúsinu (bls 122), eru sam-
tímis frumlegar, fýndnar og ofur hvers-
dagslegar og merldlega lausar við hetjutal
og höfðatölu. Það er einna helst í
landslagslýsingum að verldð minnir á
hefðbundna ferðasögu.
Vandinn við að skrifa ferðasögu felst
helst í því að æda að fara um ókunnugt
svæði og þykjast hafa vit á öUu því sem þar
ber fýrir sjónir. Þessi ferðasöguvUla hefur
sætt mildlli gagnrýni undanfarið sérstak-
lega frá póstkólóníalistum, sem halda því
ffarn að þetta vestræna fyrirbæri sé bara
enn eitt tækið tU að stjórna öðrum. En
þessi gagnrýni er kannsld í sjálfri sér þegar
orðin ein af ldisjum pólitísJo-ar rétthugs-
unar. Hvað sem því líður þá er hér farið vel
með þessi völd sem sá sem skrifar um aðra
ósjálffátt hefur og um leið og sögumaður
setur sjálfan sig í dómarasæti gerir hann
óspart grín að sjálfum sér. Ágætt dæmi um
þetta er þegar sögumaður fýlgist með
manni í enn einni bensínsjoppunni:
„Mér fannst eins og hann hefði farið á
mis við allt í lífinu. Að hann hefði ekki
fengið að taka þátt í neinu heldur bara
unnið og unnið. Lífið hefði verið hon-
um ósanngjarnt og í besta falli ein með
öllu við og við. En áttaði mig svo á eig-
in hræsni. Af hverju hafði hann misst?
Reykjavík? Kaffibarnum? Mínu lífi?
Hann fann að ég starði á hann og leit
upp. Rannsakaði mig ffá toppi til táar.
Við horfðumst í augu en eftir smá-
1 14
www.malogmenning.is
TMM 2000:1