Tímarit Máls og menningar - 01.03.2000, Page 126
RITDÓMAR
skap og minnimáttarkennd íslendinga,
hógværð sögumanns er kærkomin til-
breyting frá drambsemi íslendingsins,
og hugmyndin um íslensku þjóðina sem
afgreiðuslustúlku í bensínsjoppu verður
alltaf meira og meira sannfærandi.
Gunnþórunn Guðmundsdóttir
Hann hefur heyrt íslenska tóna
Jón Leifs - tónskáld í mótbyr eftir Carl-Gunnar
Áhlén. Mál og menning, 1999.
Lidu verður Vöggur feginn, segir máltæk-
ið. Eflaust hafa margir glaðst við útgáfu
þessarar ævisögu Jóns Leifs, enda orðið
afar tímabært að bæta úr langvinnum
skorti á slíku riti. Fram að þessu hefur fátt
verið aðgengilegt á prenti um tónskáldið,
nema hvað stutt æviágrip Hjálmars H.
Ragnarssonar birtist í Andvara árið 1990,
auk þess sem meistaraprófsritgerð hans er
að finna á helstu bókasöfnum höfuðborg-
arinnar. Carl-Gunnar Áhlén, höfundur
ævisögunnar nýju, er sænskur tónlistar-
blaðamaður sem skrifaði ítarlega grein um
Jón Leifs í þarlent tímarit fyrir rúmum ára-
tug, og hefur nú bætt og aukið verk sitt á
ýmsan hátt. Þrátt fyrir ýmsa vankanta er
nokkur fengur að þessari bók, einkum fyr-
ir tvær sakir. Áhlén hefur safnað saman
töluverðri vitneskju um líf Jóns í Þýska-
landi og Svíþjóð, og hefúr aukþess haft að-
gang að umfangsmiklu bréfasafni Jóns,
sem nú hefur verið afhent Handritadeild
Landsbókasafns/Háskólabókasafns til varð-
veislu, en var í einkaeign þegar bókin var
rituð. Þessar nýju heimildir varpa off nýju
ljósi á ævi og starf Jóns og fjölskyldu hans,
og langar tilvitnanir úr bréfum og blaða-
dómum eru í raun það mikilsverðasta sem
bókin hefur ff am að færa, því ýmislegt má
finna að sjálffi úrvinnslu Áhléns á efninu.
Reyndar tekur höfúndur ff am í formála að
bókin sé fyrst og ffemst hugsuð sem
„handbók", rituð „í von um að fá leyst úr
álögum þau verk Jóns Leifs sem enn eru
óflutt“. Slík viðleitni er auðvitað allrar
virðingar verð. Hins vegar verða þeir vísast
fýrir nokkrum vonbrigðum sem vonuðust
eftir ffæðilegri úttekt á Jóni Leifs og tónhst
hans í þessari bók Áhléns. Hinir, sem sætta
sig við „handbókina", ættu þó einnig að
hafa í huga að hroðvirknisleg vinnubrögð
höfundar draga á köflum mjög úr nota-
gildi hennar, og verður aðeins hægt að
tæpa á því helsta hér að neðan.
Ævisaga tónskálds þarf að uppfylla tvö
skilyrði öðrum ffemur. Hún þarf að
bregða upp trúverðugri mynd af tónskáld-
inu sjálfú og umhverfi þess, en ekki er síður
nauðsynlegt að hún megi verða tfl að auka
skflning manna á sjálfri tónlistinni, með
því að útskýra á aðgengOegan hátt helstu
verk tónskáldins, samhengi og þróun ffá
einu verki tO hins næsta. Hvorugt þessara
skOyrða uppfyllir þessi nýja ævisaga nægi-
lega vel. Raimar er engu líkara en Áhlén lýsi
yfir uppgjöf strax í formála bókarinnar:
„Þótt vandað sé til ffásagnar í hvívetna er
ógjömingur að bregða upp gagnrýnni og
nákvæmri mynd af manni og ævi hans.
Sérhver ævisaga um lifandi eða látinn
mann má heita að sé sprottin úr jarðvegi
hleypidóma og nærist á tOgátum þar sem
eitt rekur sigá annars horn“ (bls. 8). Hér er
hætt við að margir reki upp stór augu. Eða
er ekki einmitt JOutverk ævisöguritarans
að reyna að bregða upp „gagnrýnni og ná-
kvæmri mynd“ af viðfangsefúi sínu? Áhlén
telur slíkt greinOega ekki vera. Bókin ber
þess greinOeg merki, að höfundur hennar
fæst að staðaldri við blaðaskrif. Atburðum
er slegið ffam í æsifféttastfl, og þegar efni-
viðurinn er ekki nógu spennandi kryddar
Áhlén hann vafningalaust með „hleypi-
dómum“ og „tOgátum". I 9. kafla („Eld-
fjallið rumskar") rekur höfundur t.d. upp-
lausnina í fyrsta hjónabandi tónskáldins á
fjórða áratugnum og vitnar í fjölmörg bréf
Jóns og Anniear máli sínu tO stuðnings. En
þó vekur það grunsemdir lesandans, að
116
www.malogmenning.is
TMM 2000:1