Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2000, Side 129

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2000, Side 129
RITDÓMA R 65), sjálfhverfur (bls. 114), og með „stöðuga hneigð til mótþróa“ (bls. 146). Og þó gat hann einnig heillað fólk upp úr skónum ef því var að skipta, og kom þá fyr- ir sjónir sem víðlesinn og kúltíveraður heimsborgari. Áhlén vitnar t.d. í sænskan stjúpson Jóns, Klas Beckman, sem hefur gott eitt að segja um Jón og lýsir honum sem lífsglöðum manni í hvívetna (bls. 217). En hvernig má það vera að sami maðurinn skuli hafa átt tvær svo gjörólíkar hliðar? Þeirri spurningu varpar Áhlén aldrei ffam. Aftast í bókinni er að finna „drög að ritaskrá“ Jóns Leifs, og er töluverður fengur að þessu yfirliti (sérstaklega hvað varðar skrif J óns í þýsk tímarit á þriðj a og fjórða áratugnum), þótt ýmsu megi auð- vitað bæta við. Þá lætur Áhlén lesendum sínum í té „drög að verkaskrá“, þar sem getið er um öll verk Jóns, handrit þeirra, frumflutning, og útgefhar hljóðritanir. Áldrei hefur áður verið reynt að gera jafn ítarlega skrá yfir þessi atriði, og er hún að mörgu leyti gagnleg, þótt höfundi hafi yfirsést varðandi nokkuð margt. Hann hefur t.d. verið býsna mistækur við að afla sér upplýsinga um flutning á verkum Jóns á íslandi. Jafnvel upplýsingar um Eddu I (verk sem þó er Áhlén afar hug- leikið) eru ófullkomnar, því hvergi er getið um flutning Pólýfónkórsins á þremur þáttum verksins í Háskólabíói sumarið 1982, og var þó um frumflutn- ing að ræða. Þar að auki vantar töluvert af hljóðritunum á lista Áhléns (t.d. eftir- minnilega upptöku Sigríðar Ellu Magnús- dóttur og Ólafs Vignis Albertssonar á Vögguvísunni op. 14a), og hefði slíkur hsti, sem er dæmdur til að úreldast fljótt á bók- arformi, sennilega hentað betur í einhvers konar net-útgáfu. Hefði því að ósekju mátt sleppa hér þessum hluta verkaskrárinnar, en í staðinn leggja meiri vinnu í að gera aðra þætti hennar, t.d. upplýsingar um frumflutning verka, enn betur úr garði. Lipur þýðing Helgu Guðmundsdóttur ber vott um góð tök á íslensku máli, og af- bragðs þekkingu á tónlistarlegum atrið- um (þótt sverðið Nothung í Niflunga- hring Wagners sé ekki kallað „Nödung“ nema í Svíþjóð). Prentvillur eru fáar og fæstar alvarlegar. Helst er það að nefha að Les adieux-sónata Beethovens lendir í dá- litlu stafsetningarklúðri (bls. 54), rangt er farið með dánarár Davíðs Stefánssonar (bls. 157), auk þess sem Jón flutti með fjölskyldu sinni á Freyjugötu árið 1957, ekki tíu árum áður (bls. xxi). Þá verður nokkurt talnarugl í síðustu neðanmáls- greinum 4., 5., og 15. kafla, og nafh Snótar Leifs vantar í nafnaskrá, sem er nokkur skaði, þar sem hún kemur mjög við sögu í nokkrum köflum bókarinnar. Það má vel vera að áköfustu áhuga- mennirnir um ævi og starf Jóns Leifs muni láta galla bókarinnar lítið á sig fá, fegnir því að fá loksins í hendurnar rit sem rekur ævi tónskáldsins í jafnlöngu máli. Þó er erfitt að verjast þeirri tilhugs- un, að hér hafi verið fullsnemma af stað farið. Hugmyndir Áhléns hefðu þurft meiri yfirlegu, og heimildavinna hans meiri nákvæmni, til að skila fullum ár- angri. Þegar allt kemur til alls er bókin kannski fyrst og ffemst dæmi um hversu mikið verk er enn óunnið þar sem Jón Leifs og tónlist hans eru annars vegar. Risavaxið bréfa- og nótnasafh tónskálds- ins liggur óflokkað og að miklu leyti órannsakað á Handritadeild Landsbóka- safns/Háskólabókasafns, og leynist þar margt sem mun breyta hugmyndum fólks um Jón og verk hans. Þá á enn eftir að flytja nokkur af stærstu verkum tón- skáldsins, Eddurnar þrjár í heild sinni og töluvert af kórtónlist. Og enn er full þörf á ævisögu þar sem tilgátur og hleypi- dómar fá að víkja fyrir gagnrýnni heim- ildavinnu fræðimannsins. Vonandi verður þess ekki of langt að bíða. Árni Heimir Ingólfsson TMM 2000:1 www.malogmennmg.is 119
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.