Allt um íþróttir - 01.10.1953, Page 8

Allt um íþróttir - 01.10.1953, Page 8
skorar Kjell Kristiansen. 1 :0 Noregi í vil. 9. mín.: Asbjörn ver skot frá Ríkharði. 10. —11. mín. Mest leikið á miðju vallarins. 12. mín.: Fallegt skot frá Kjell Kristiansen, en fram hjá. 13. —16. mín.: Upphlaup til skiptis, en ekkert markvert ger- ist. 17. mín.: Leif Olsen leikur þvert yfir völlinn og gefur knött- inn til Gunnars Thoresen, sem spyrnir fyrir markið, en boltinn hrekkur af einum Norðmannin- um í markið. 2 : 0 Norðmönnum í vil. 18. —21. mín.: Mest leikið á miðju vallarins. 23. mín.: Leif Olsen leikur á þrjá Islendinga og gefur boltann til Gunnars Thoresen, sem skor- ar. 3 : 0 Norðmönnum í vil. 25. mín.: Upphlaup af íslend- inga hálfu, sem mistekst. 26. mín.: Upphlaup af íslend- inga hálfu, er Thorbjörn Svens- sen stöðvar með langri spyrnu til Gunnars Dubwad, sem spyrn- ir, en knötturinn lendir í stöng- inni. 27. mín.: Laglegt upphlaup ís- lendinga, sem mistekst framan við mark Norðmanna. 28. mín.: Helgi ver markskot. 29. mín.: Ilelgi ver skot frá Kjell Kristiansen. 30. mín. Harald Hennum leik- ur upp völlinn og gefur knött- inn þvert yfir til Leif Olsen, sem dettur, en Helgi nær knett- inum. 33. mín.: íslendingum mis- heppnast upphlaup. 34. mín.: Spyrnt fram hjá marki Norð'manna. 36. mín.: Ríkharður leikur upp völlinn, gefur knöttinn til Gunn- ars, sem missir af honum. 38. mín.: Ríkharður leikur upp völlinn, gefur knöttinn til Þórð- ar, sem missir af honum. 40. mín.: Dæmd aukaspyrna á íslendinga við vítateig. Gunn- ar Thoresen spyrnir, en Helgi ver. 41. mín.: Upphlaup af íslend- inga hálfu. Þvaga fyrir framan mark Norðmanna, en ekkert skeður. 43. mín.: Upphlaup af íslend- inga hálfu. Þórður gefur knött- inn til Gunnars, sem skorar. 3 :1 Norðmönnum í vil. 44. mín.: Helgi ver fallegt skot frá Gunnari Thoresen. Norðmenn sigra fyrri hálfleik með 3:1. Völlurinn er ekki eins blautur og í byrjun leiksins. J hléinu hefur Sveinn Helga- son hætt. Meisli, sem hann hlaut í leiknum við Dani, tóku sig upp. Haukur Bjarnason leikur því miðframvörð, en nú kemur 6 ÍÞRÓTTIR

x

Allt um íþróttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Allt um íþróttir
https://timarit.is/publication/1115

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.