Allt um íþróttir - 01.10.1953, Page 11

Allt um íþróttir - 01.10.1953, Page 11
Starfsíþróttcxmótið \ Hveragerði — Ja, ég vil í upphafi taka það fram, að' ég er enginn sér- fræðingur í starfsíþróttum. Nafnið s'tarfsíþróttir laðaði mig austur í Hveragerði á sunnudag- inn til að horfa á fyrsta starfs- íþróttamótið hér á landi, og ég varð ekki fyrir vonbrigðum, þótt stórrigning væri frá morgni til kvölds — og setti allt skipulag mótsins úr skorðum og gerði bæði keppendum og starfsmönn- um erfiðara fyrir. Það hefur mikið verið rætt um íþróttir að undanförnu og mönn- iim finnst nóg um öll þessi met og allan þennan hamagang í sambandi við það, þó einhver sé að hlaupa eða stökkva úti á íþróttavelli eða 22 menn að elta leðurknött í 90 mínútur eftir að hafa æft þrotlaust um m^rgar vikur — og á þeim tíma jafnvel slegið slöku við vinnu. Hver er árangurinn af öllu þessu striti og kappi spyrja menn? En það er nú svo, að kappið er okkur öllum rílct í lniga. Við viljum öll helzt vera meiri og geta meira en náunginn. Og allt- af erum við að keppa, þó að við Starfsíþróttir ryðja sér nú mjög til rúms hérlendis og mun keppni aldrei liafa verið meiri og almenn- ari en síðastliðið suinar. Merkasta íþróttamót þessarar teguiuiar fór fram í Hveragerði Jiinn 13. septem- ber s.l. og flytjum við hér frúsögn af móti þessu eftir Atla Steinarsson, blaðamann við Morgunblaðið, sem góðfúslega léði okkur greinina lil birtingar. Það er óþarft að kynna lesend- um Atla Steinarsson. Með skrifum sínum um ipróttir á íþróttasíðu Morgunblaðsins, hefur hann bezt kynnt sig sjálfur með lýsingum sín- um á kappmótum og öðru þvi sem markvert gerist innan í))róttasam- takanna. Honum tekst ávallt prýði- Jega að sameina skoðanir blaða- mannsins og íþróttamannsins og fá á þann hátt fram kjarnann í hverju móti og keppni. Grein hans um starfsiþróttir, sem hér fer á cftir, sannar þetta bezt og hyggjum við, að lesendur séu okkur fyllilega sam- mála. ______________________________________ séuni ekki í íþróttum. Við kepp- umst fyrst og fremst um að kom- ast sem bezt áfram í lífinu, kepp- umst um að hafa það sem bezt, að ná í vörurnar sem ódýrastar, við keppum við klukkuna — ÍÞRÓTTIR 9

x

Allt um íþróttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Allt um íþróttir
https://timarit.is/publication/1115

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.