Allt um íþróttir - 01.10.1953, Síða 17
því að svartur stendur illa að vígi
á svörtu reitunum á báðum
vængjum, þar eð hann hefur lát-
ið kóngsbiskup sinn.
Lajos Steinar telur fyrri leiðina
betri og hefur sýnt fram á í ýms-
um ágætum skákum, þar á meðal
gegn hinum mikla Nimzowitsch,
að með því að leika h4, getur
hvítur rekið hættulegan fleyg inn
í svörtu víglínuna á kóngsvæng.
Hins vegar aðhyllast rússnesku
meistararnir síðari leiðina. 1 þess-
ari skák virðist Smyslov vera í
þingum við báðar leiðirnar.
7. a3—a4
Rýmir fyrir biskupnum. Leik-
urinn hefur einnig þann tilgang
að hindra, að svartur geti aflæst
drottningarvæng hvíts með D—a5
—a4. Á hinn bóginn er peðið nú
veikara fyrir árásum en fyrr.
7....... Rb8—c6
8. Rgl—f3 Dd8—a5
9. Bcl—d2
Þessi leikur virðist ekki í sam-
ræmi við það, sem á undan er
komið. 9. Dd2, leikur, sem Smys-
lov lék gegn Boleslavsky á skák-
meistaramóti Sovétríkjanna 1941,
er eflaust beztur. Ef til vill hefur
Smyslov ,,óttast“ drottningar-
skiptin eftir 9. — cxd4 10. cxd4,
en í endataflinu hefði hvítur þó
góðar horfur.
9. .... c5—c4 ! ?
Orlagarík ákvörðun. Botvinnik
hindrar Bd3 og c4 og lokar drottn-
ingarvængnum með sókn á a-peð
hvíts í huga. Hins vegar opnast
nú hvítum mikilvæg skálína.
10. Rf3—g5
Leikið til þess að þvinga fram
hið veikjandi svar, hó, þar sem
11. Df3 mundi ella knýja svart-
an til að hróka, en það gæfi hvít-
um færi á óstöðvandi sókn. Það
er þó rökrétt ályktun, að fram-
hald Steiners (h4 o. s. frv.) væri
áhrifaríkara.
10....... h7—h6
Ohjákvæmilegur leikur. En það
er lærdómsríkt að sjá, hversu
mikla erfiðleika þessi ,,litli“
peðsleikur hefur í för með sér.
11. Rg5—h3 Re7—gó
Botvinnik hindrar R—f4—h5,
sem mundi vera honum mjög ó-
þægilegt. Hefði hvítur leikið hin-
um nákvæmari leik, 10. h4,
mundi svartur ekki hafa átt kost
á hinum gagnlega riddaraleik
vegna svarsins h5.
12. Dd 1 —f3
Hvítan fýsir að hrekja riddar-
ann af gó. Leikurinn bindur einn-
ig svarta kónginn við völdun
f-peðsins. Hér hefur einnig verið
bent á 12. f4 og síðan g4 með f5
fyrir augum, en sú fyrirætlun
mundi krefjast ýtrustu nákvæmni.
12....... Bc8—d7
13. Rh3—f4 Rg6xf4
14. Df3xf4 Rc6—e7 ! ?
Riddarinn er fluttur til varnar
á kóngsvæng, og samtímis undir-
íÞRÓTTIR
15