Allt um íþróttir - 01.10.1953, Page 26

Allt um íþróttir - 01.10.1953, Page 26
unnar tók höggunum að rigna á La Starza án þess hann fengi við nokkuð ráðio. Þulurinn tók fram hvað eftir annað, að nú slægi Ma rciano eins og hann framast megnað'i og undraðist stórum, að La Starza skyldi enn vera uppistandandi í lok lotunnar. 8. lota. Marciano dominerar nú alveg og er nú sýnilega farið að draga af La Starza, sem þó gerir margt fallegt við og við. Farið er að blæða úr sári fyrir ofan annað auga La Starza og nefið er úr lagi. 9. lota. La Starza tapaði út úr sér gúmmíinu í miðri lotunni. Marciano er miskunnarlaus og kemur á hann mjög góðum högg- um. La Starza blæð'ir nú mjög og Marciano virðist nú ekki eiga annað eftir en að fullkomna A'erkið á rothögginu, en vörn La Starza er góð, þrátt fyrir að hann er nú mjög illa út leikinn og líkir þulurinn viðureigninni við það, er Billy Conn hafði Joe Louis algjörlega á valdi sínu um árið, en tókst aldrei að l'ullkomna verkið eins og kunnugt er. 10. lota. Aðstoð'armönnum La Starza hefur tekizt að stöðva blóðtennslið úr nefi hans og gagnauga, en högg Marcianos eru þung og stór, svo ekki líður á löngu áður en La Starza tekur að blæða á nýjan leik. La Starza hefur aldrei fyrr tekið þátt í keppni, sem lengiá er en 10 lot- ur. Hann berst enn vel og drengi- lega, en svo er nú af honum dreg- ið, að' endalokin eru varla langt undan. 11. lota. Marciano byrjar lot- una villtari og gráðugri en « nokkru sinni í'yrr í keppninni. Hann sér tækifærið, þar sem andstæð'ingurinn er nú raun- verulega einhentur og veitir hon- um þau þvngstu högg, sem hann á til, enda varð árangurinn eftir því „tekniskt konck out“ eftir 1 mínútu og 31 sekúndu af 11. lotu. Sagt fyrir keppnina La Starza: Eg ætla mér að reyna að sjá til þess, að óþarft verði að setja upp skilti á Polo Grounds með áletruninni „La Starza sofnaði hér“. Nei, ég hef aldrei verið sleginn „knock out“, en hins vegar verið sleginn í gólf- ið fjórum sinnum, en ég hef allt- af getað hugsað skýrt og meira að segja getað' talið rétt — og það mun ég geta líka þann 25. september. Marciano: Síður en svo ör- uggur um sigur. La Starza er sterkur og tekniskur og það verður ánægja að fá að mæta honum. Sagt eftir keppnina La Starza: Ég.taldi sjálfum 24 ÍÞRÓTTIR

x

Allt um íþróttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Allt um íþróttir
https://timarit.is/publication/1115

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.