Allt um íþróttir - 01.10.1953, Síða 27

Allt um íþróttir - 01.10.1953, Síða 27
mér trú um, að ég gæti sigrað Marciano, en hann sannaði mér það áþreifanlega, að mér var það ekki unnt. Hins vegar má hann eiga von á mér síðar. Marciano: La Starza var mér erfið'ur og veitti mér mikla keppni. Eg lét dynja yfir hann höggum af öllum þeim krafti sem ég ræð yfir og ég fyllist virð- ingu fyrir honum, ])egar ég hugsa til þess, hve mikið hann þoldi af þungum höggum (ég vissi að ég hitti hann oft svo um munaði), án þess að leggja árar í bát. Hann kom líka á mig miklum höggum, einkum í byrjun, en eftir að hann meiddist í vinstri hendinni var hann aldrei veru- lega hættulegur. Enqu betra en hér í borginni Pasadena í Kali- forníu var efnt til mikils frjáls- íþróttamóts hinn 11. júlí s.l. A þessu móti setti Fortune Gordien heimsmet í kringlukasti .58.10 m, og landi hans, Martin Engel, setti einnig á sama móti nýtt landsmet í sleggjukasti 59.55 m. Þetta tvennt er lesendum reynd- ar þegar kunnugt, en hitt vita færri, að aðeins 48 — fjörutíu og átta — manns greiddu aðgangs- evir, sem áhorfendur að þessari frjálsíþróttákeppni og sennilega er þetta minnsti hópur áhorf- enda, sem verið hefur sjónarvott- ur að nýju héimsmeti í viður- kenndri íþróttagrein. Iteyndar er það stórfurðulegt, hve lítill áhugi virðist vera hjá öllum almenningi þar vestra fvrir frjálsum íþróttum, þegar tillit er tekið til þess, að ein- mitt Bandaríkjamenn eiga met- hafana í flestum greinum frjálsu íþróttanna. Meistaramót stud- enta í frjálsum íþróttum var í ár haldið í New York og voru áhorfendur ekki nema 700, og miðað' við fólksfjölda eins og svo oft er í gamni gert, þá mættum við hér heima ])akka fyrir, ef allir starfsmenn við'slík mót létu sjá sig á vellinum.. iÞRÓTTIR 25

x

Allt um íþróttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Allt um íþróttir
https://timarit.is/publication/1115

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.