Allt um íþróttir - 01.10.1953, Qupperneq 32
fullkomlega við mig úti á vell-
inum. Svo ákvað ég með sjálf-
um mér að reyna nú við markið
og segja má, að þaðan hafi ég
ekki hreyft mig síðan.
I meistaraflokki lék ég fyrst
í marki með knattspyrnuflokki
íþróttabandaiags Akraness á Is-
landsmótinu 1950 og það' sama
sumar fór ég, sem lánsmaður,
með Knattspymufélaginu Val í
knattspyrnuför til Noregs. Alls
hef ég nú farið 5 sinnum til út-
landa með knattspyrnuflokkum
og tekið þátt í 15 kappleikjum
á erlendri grund. Arið 1950 hóf
ég prentnám hjá Isafoldarprent-
smiðju í Reykjavík og gekk þá
í Knattspyrnufélagið Val og hef
leikið fyrir það félag síðan.
Arið 1951 var ég valinn vara-
markvörður í landsliðið, en nú í
ár tókst mér að hreppa stöðuna
og lék alla þrjá landsleiki sum-
arsins. Einnig hef ég leikið
nokkra leiki í úrvals- og pressu-
liðum frá því ég kom til Reykja-
víkur árið 1950.
Jafnhliða knattspyrnunni hef
ég lítilsháttar dundað við frjáls-
ar íþróttir, en aldrei lagt neina
verulega rækt við þær, enda hef
ég miklu meira fengist við þær
mér til skemmtunar, en til að
ná árangri. Þó sakar ekki að
nefna hér nokkra árangra úr því
þið' biðjið mig um það. í lang-
stökki hef ég náð bezt 6.34 metr-
um, í þrístökki 13.29 metruin,
kúluvarpi 11.98 metrum og 100
metra hlaupi 12.2 sek. Hand-
knattleik hef ég og iðkað, en að-
eins lítilháttar.
Eg er ekki langreyndur í
knattspyrnunni og get þess
vegna ekki talað um stöðu mína
á leikvellinum af mikilh reynslu,
en þó er það eitt, sem mig lang-
ar til þess að minnast örlítið á.
Þegar ég lék minn fyrsta
landsleik nú í sumar var ég mjög
taugaóstyrkur fvrir leikinn. Inni
í búningsherbergjunum minntist
ég á þennan taugaóstyrkleika
við félaga minn, Svein Helgason,
en hann svaraði eitthvað á þá
leið. að' það væri alveg ástæðu-
laust að fara kvíðandi inn á völl-
inn og svo bætti hann við: „Ef
þú gerir þitt bezta mun allt fara
vel“. Með þessi hughreystingar-
orð hans í liuga fór ég inn á
völlinn. I>g gerði skyssur og fékk
meðal annars á mig eitt klaufa-
mark, en því mun ég aldrei
gleyma, að samherjar mínir í
vörninni skömmuðu mig ekki
fyrir klaufaskapinn, heldur töldu
í mig kjark og ég fann, að þeir
treystu mér þrátt fyrir allt. Eins
og þið getið ímyndað ykkur hð'-
ur markverði ekki vel eftir að
hafa fengið á sig mark, sem hann
veit, að hann hefði auðveldlega
átt að geta komið í veg fyrir.
Þegar svoleiðis nokkuð kemur
30
fþróttir