Allt um íþróttir - 01.10.1953, Síða 37

Allt um íþróttir - 01.10.1953, Síða 37
Áhöfn Ármanns skipuðu: Áki Lúð'víksson, Haukur Hafliðason, Magnús Þórarinsson, Ólafur Nielsen og Stefán Jónsson, stýri- maður. Septemberbikarinn vann Ár- mann nú í fyrsta sinn, en hand- hafi hans var RFR. Áhöfn Ármanns skipuðu: Haukur Hafliðason, Snorri 01- afsson, Áki Lúðvíksson, Ólafur Nielsen og Stefán Jónssop, stýri- maður. Allar keppnir fram að síðustu heimsstyrjöld vann Ármann, en frá því aftur var farið að keppa í róðri 1951 og þar til nú hafa farið fram, samkvæmt framan- sögu, alls 9 keppnir, þar af hef- ur RFR unnið 6 en RDÁ 3. Um keppnistímabilið í ár má segja, að það' hafi verið haldið of seint. Menn eru fjarverandi úr bænum, sumarleyfin falla inn í æfingatímann og hafa þau oft- lega skemmt fyrir vel samæfðum áhöfnum. Aðal-keppnum ársins á að vera lokið fyrir 1. ggúst. Óhætt er að fullyrða, að sum- arið í sumar, hafi haft góð áhrif á keppendur beggja félaganna. Sigrarnir hafa skipzt á milli fé- laganna og það hefur að sjálf- sögðu örfað aftur áhugann. Hins vegar verður að játa, að enn sem komið er, skortir mikið á, að þátttakan í róðrinum sé nógu almenn. Það er eins og menn viti ekki ,að róður er eitt hið skemmtilegasta „sport“ sem til er, því að annað er varla á- stæðan hjá eins mikilli „víkinga- þjóð“ og vér Islendingar erum. I róðri er enginn skyldugur að keppa. Menn geta stundað hann í báðum félögunum sér til skemmtunar og afþreyingar, en þeir sem vilja keppa fá tækifæri til þess, svo fremi þeir þjálfi vel og reglulega. Beztu undirstöðuna og árang- ursríkustu fyrir „sjómennskuna“ fá menn við inniæfingar í þar til gerðum róðrarvélum. I þeim er undirstaðan, róðrartækni, æfð og áhafnir samæfðar. Bæði félögin hafa ákveðið að æfa inni í vetur og ættu þeir, sem „fylgjast vilja með frá byrjun“, að hafa sam- band við formenn félaganna sem fyrst, við þá Ludvig Siemsen (RFR), sími 4017, eða Stefán Jónsson (RDÁ), sími 2943. ÍÞRÓTTIR 35

x

Allt um íþróttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Allt um íþróttir
https://timarit.is/publication/1115

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.