Allt um íþróttir - 01.10.1953, Side 49

Allt um íþróttir - 01.10.1953, Side 49
Meistoramót íslands í frjálsum íþróttum Meistaramót íslands í frjáls- um íþróttum var haldið á Akur- eyri dagana 15.—18. ágúst s.l. á nýjum íþróttavelli þeirra Ak- ureyringa, og hafði hann verið hátíðlega vígðnr kvöldið fyrir niótið með ræðuhöldum og knattspyrnu. Þessi tiiberytni, að halda mótið utan Reykjavíkur, gafst vel, niótið fór í alla staði skemmtilega fram, þótt ef til vill hafi nokkrir dauðir punktar spillt ánægju áhorfenda, sem voru margir. Er þar átt við tafir, sem komu fyrir, þannig að að'- eins ein eða jafnvel engin grein var í gangi. En leikstjórinn, Har- aldu.r Sigurðsson, liafði í mörg liorn að líta og hafði auk venju- legra vandkvæða við óblíða veð- urguði að stríða, svo að óhætt mun að' fullyrða, að hann og fé- lagar hans úr Knattspyrnufélagi Akureyrar, sem sáu um mót þetta, liafi leyst af hendi ágætt starf, svo gott, að fáir hefðu bet- ur gert. Er þess að vænta, að Frjálsíþróttasamband Islands feli þeim Akureyringum oftar Meistaramótið, til dæmis væri skemmtilegt, að mótið færi þar ÍÞRÓTTIR fram annað hvert ár, en hitt í Reykjavík, þar til fleiri staðir á landinu hafa orðið að bjóða full- komna keppnisvelli. Hinn nýi völlur á Akureyri reyndist liinn bezti í alla staði. Hlaupabrautin er þó talin nokk- uð' hörð í þurrkum, en þess varð ekki vart þessa daga, það gott gerði þó regnið. Brautin virðist gefa góða tíma í hlaupunum, t. d. 400 metrana, sem Guðmund- ur Lárusson hljóp á 40.5 sek., og reyndist það bezta afrek móts- ins, gefur 884 stig samkvæm^ nýju stigatöílunni. Mótið hófst laugardaginn 15. ágúst kl. 16.00, eftir að Ármann Dalmannsson, formaður íþrótta- bandalags Akureyrar liafði sett það með stuttri ræðu. Veður var þá sæmilegt, nokkur sunnanátt og skúraleiðingar með fjöllum, en þær létu lítið til sín taka þenn- an dag. Golan háði liins vegar hlaupunum, 100 m og 110 m grind, sem hlaupin voru beint gegn áttinni, og 1500 m, en áður en 400 m fóru fram lygndi skyndilega, og var um það bil logn, meðan hlaupið fór fram. 47

x

Allt um íþróttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Allt um íþróttir
https://timarit.is/publication/1115

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.