Allt um íþróttir - 01.10.1953, Side 53
Þetta var skemmtilegt hlaup,
því keppni þriggja síðustu
uianna var mjög tvísýn. Þórir
er harður í horn að taka og slær
aldrei af í keppni. Hann er líka
í góðri þjálfun. Leifur og Þórir
náðu þarna sínum langbeztu
tímum á þessari vegalengd og
Guðmundur, sem var í sérflokki
í hlaupinu og virtist helzt ekk-
ert hafa fyrir, var aðeins 1/10
frá eigin meistaramótsmeti frá
1949.
1952 vann Hörður Haraldsson
(Á) á 51.1 sek.
- Þegar keppni hófst daginn eft-
ir hafði veður spillzt að mun.
Nú var komin norðanrigning,
ca. 3—4 vindstig og kaldara, en
daginn áður. Samt sem áður náð-
ist allgóður árangur í mörgum
greinum, sérstaklega var ]k'> eft-
irtektarverður tími Kristjáns Jó-
hannssonar í 5000 m, 15:27.8
mín., sem er nýtt meistaramóts-
met, 19.2 sek. betra en met hans
frá meistaramótinu í fyrra.
Fyrsta grein dagsisn var kúlu-
varp. Keppnin um meitsaratitil-
inn var tvísýn og spennandi milli
þeirra Guðmundar Ilermanns-
sonar (KR) og Skúla Thoraren-
sen (IJMFK), og lauk með sigri
þess fyrrtalda, 14.45 gegn 14.31
hjá Skúla. Guðmundur er mjög
látlaus og prúður og frjáls-
í]>róttamönnum mjög til fyrir-
• myndar um alla framkomu.
Hann hefur tileinkað sér amer-
íska stílinn við kúluvarpið og á
án efa eftir að taka miklum
framförum. Skúli er einnig
bráðefnilegur kastari, sá alefni-
legasti, sem komið hefur hér
fram í nokkur ár. Þegar hann
hefur lagað atrennuna h'tið eitt,
verða 15 m jafnauðveldir og 14
m nú.
Urslit urðu þessi:
1. Guðmundur Ilermannsson
(KR) 14.45 m.
2. Skúli Thorarensen (UMFK)
14.31 m.
3. Friðrik Guððmundsson (KR)
14.07 m.
4. Sigurður Júlíusson (FH)
13.03 m.
Meistari í fyrra varð Friðrik
Guðmundsson (KR) 14.00 m.
Torfi er greinilega ekki í sömu
æfingu og í vor, þegar Lundberg
keppti hér, en þó var hann í sér-
flokki í stangarstökkinu; varð
meistari í 6. sinn á 8 árum, í
þetta sinn með 3.80 (í fyrra 3.75).
Það er alltaf ánægjulegt að sjá
Torfa stökkva, hann er eins og
stálfjöður, þegar hann flýgur yfir
rána, og maður hefur það á til-
finningunni, að hann kæmist
langtum hærra, ef hann næði
lagi Bandaríkjamannanna beztu,
sem smjúga yfir rána í svimandi
hæð. Keppnin um annað sætið
var skemmtileg, milli Bjarna
Linnet (IR) og Valgarðs Sigurðs-
ÍÞRÓTTIR
51