Allt um íþróttir - 01.10.1953, Page 57

Allt um íþróttir - 01.10.1953, Page 57
Islandsmótið 1953 í september lauk einu sér- stæðasta íslandsmeistaramóti í knattspyrnu, sem um getur í 42 ára sögu mótsins. Þetta Tslands- mót er orðin spegilmynd af því skipulagsleysi, sem ríkjandi er orðið í knattspyrnumálum okk- ar. Enda voru það orð að sönnu, sem einn orðheppinn knatt- spyrnuáhorfandi lét sér um munn fara, að aflokninni tveggja mánaða hvíld um hásumarið, um forystu þessara mála: Þeir vilja orðið emja mótaleiki, bara landsleiki og dnnslciki. Það er einnig hlægilegt, að á því herrans ári 1953, er ísland skal heyja 3 landsleiki í knatt- spyrnu, að til skuli vera í reglu- gerð knattspyrnusambandsins sú fáránlega regla, að fjölgi þátt- takandi liðum um eitt frá þeim fjölda, sem verið hefur fastur um nokkur ár, skuli leikjum á félag fækka úr 4 (þótti víst allt of mikið) í 2 með undantekningu, sem úrslitaleikurinn gerði. Enda þótt Knattspyrnusambandið hafi átt að lieita æðsti aðili þess- ara mála, hefur það þó allt frá stofnun þess látið' bjóða sér, að aðal knattspyrnumót ársins, helzti viðburðurinn, íslandsmót- ið, skuli fá slíkan umbúnað, að því sé þrengt inn á milli heim- sóknanna á örfáa daga, með þeim afleiðingum, að tvívegis á 3 árum hefur mótið hreinlega verið eyðilagt, fyrst íþróttalega séð, en í ár keyrði alveg um þverbak, er mótið var gert að engii, bæði íþróttalega og fjár- hagslega. Sú skipan var á þessu í sum- ar, að Þróttur bættist í hóp þátt- takenda í mótinu, og varð þá að skipta liðum í 2 riðla. Lentu KR, Fram og Akurnesingar í öðrum; en Valur, Víkingur og Þróttur í hinum. í fyrri riðlinum fóru leik- ar þannig, að Akurnesingar báru sigur úr býtum, sigruðu Fram með 4:1, KR með 4 :0, en KR sigraði Fram með 3 : 1. f hinum riðlinum bar Valur sigur úr být- um, sigraði Þrótt með .... og Víking með ....... en Víkingur sigraði Þrótt með 4:0. Eftir dúk og disk fór síðan úrslitaleikur mótsins milli Vals og Akurnesinga fram sunnudag- inn 6. september. Varð hann að lokum einn sögulegasti leikur, sem hér hefur farið fram síðan ÍÞRÓTTIR 55

x

Allt um íþróttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Allt um íþróttir
https://timarit.is/publication/1115

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.