Allt um íþróttir - 01.10.1953, Page 58

Allt um íþróttir - 01.10.1953, Page 58
Akurnesingar léku við' Norð- mennina sællar minningar. Þetta var sem sé leikurinn, sem gatið kom fyrir í. Um miðjan síðari hálfleik stóðu leikar 2 :2, er Dagbjartur Hannesson, mið- framvörður Akurnesinga spyrnti frá miðhringnum í átt að marki Valsmanna. Knötturinn fór hátt og hafnaði að lokum í markneti Vals. Línuvörðurinn, Steinn Steinsson, veifaði á rangstöðu, dómarinn, Guðjón Einarsson, úr- skurðaði mark, en flestir leik- manna Vals neituðu að byrja leikinn að nýju, er ljósmyndari benti á gat á markþaki Vals. Stóð í þrefi unz dómari sótti knöttinn inn í netið og setti hann niður á miðdepilinn. Senni- lega hefði enginn annar milli- ríkjadómari í heiminum látið bjóða sér slíkan mótþróa, liefðu án efa ílestir orðið til þess að gefa fyrirliða örstuttan frest til Jæs sað hefja leik að nýju, en síðan vísað öllu liðinu út af. Þrátt fyrir mikið þras um J)að, hvora leiðina knötturinn hafi far- ið inn í netið, fæst aldrei skorið úr því, álit sjónarvotta eru skipt, og stjórn Vals gerði rétt, er hún lét málið kyrrt liggja. Enginn hefði getað breytt úrskurði dóm- arans, sem er endanlegur. Með því að úrskurða leikinn ógildan á grun færi héðan í frá naumast fram sá kappleikur, sem ekki yrði kærður, og með slíkum úrskurði yrði fótunum kippt undan úr- skurðarvaldi dórnara. Mál, sem þetta, hafa komið fyrir erlendis, en ætíð hefur úrskurður dómara verið tekinn gildur. Mál, sem þetta, fellur fljótlega í gleymsku, en nú er kominn tími til þess, að skapa Islandsmótinu Jjann heiðurssess, sem Jdví bar sem aðalmóti íslenzkrar knatt- spyrnu. Hvenær verður fyrir- komulag íslandsmótsins eitthvað í líkingu við þetta Laugardagur 8. maí 195? Reykjavík: Kl. 17.00, KR— Fram. Dómari: N. N. Sunnudagur 9. maí195? Reykjavík: Kl. 15.00. Valur— Víkingur. Dómari: N. N. Akranes: Kl. 17.00. Akranes— Þróttur. Dómari: N. N. Laugardagur 15. maí 195? Reykjavík: Kl. 17.00. Valur— KR. Dómari: N. N. Sunnudagur 10. maí 195? Reykjavík: KI. 15.00. Fram— Akranes. Dómari: N.N. Reykjavík: Kl. 20.30. Víking- ur—Þróttur. Dómari: N. N. Laugardagur 29. maí 195? Reykjavík: Kl. 17.00. KR— Víkingur. Dómari: N. N. Sunnudagur 30. maí 195? Akranes: Kl. 17.00. Akranes— Valur. Dómari: N. N. Reykjavík: Ivl. 20.30. Þróttur —Fram. Dómari: N. N. 56 ÍÞRÓTTIR

x

Allt um íþróttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Allt um íþróttir
https://timarit.is/publication/1115

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.