Allt um íþróttir - 01.10.1953, Side 67
Allft getur skeð í kKicsttspyrmi
Svo er hér að lokum ein lítil
saga frá gamalli viðureign milli
erfðafjendanna KR og Vals.
Leikar stóðu 4 : 2 fyrir KR og
óvænlega horfði fyrir Valsmönn-
um, þar sem mjög lítið var eftir
af leiktímanum. Gisli í Hala lék
á kantinum fyrir KR og komst
í ágætt færi og skaut einni af
sínum frægu kanónum í blá
hornið. Dómarinn var öruggur
með, að boltinn myndi hafna í
markinu, og flautar mark. En
hann var of fljótur á sér, því
Hermanni Hermannssvni, sem
stóð í Aralsmarkinu, tókst að
grípa boltann alveg á marklín-
unni. Hermann tók það í sig að
liggja kyrr með knöttinn og
hreyfa sig hvergi og KR-ingar
og Valsmenn bentu dómaranum
á, að marki hefði eigi verið náð
og gekk sá síðarnefndi úr skugga
um, að svo var ekki og breytti
því dómi sínum samkvæmt. því.
Stuttu síðar sendir Hennann
boltann langt fram á kant til
Gísla Kjærnested, sem stikaði
með hann áleiðis að KR-mark-
inu og skaut hæð'arbolta, sem
Anton í KR-markinu ætlaði að
slá burtu, en hitti ekki. Stóðu
þá leikar 4 : 3 fyrir KR. Á síð-
ustu mínútu leiksins sendir Jó-
hannes Bergsteinsson boltann
langt fram á vítateig KR-inga
og Valsmenn ná að skora annað
mark í sama stíl og hið þriðja.
Á örfáum mínútum hafði marka-
staða leiksins breytzt frá því að
vera hér um bil orðin 5 : 2 fyrir
KR í það að vera jafntefli.
Framli. af 2. kápusíðu.
Sigurgeir Guðmannsson, KR,
Guðmundnr Tngimundarson, Val
og Einar Jónsson, Þrótti.
Fundi var síðan slitið og gest-
um boðið til kaffidrykkju. Und-
ir borðum voru fluttar margar
ræður og skemmtilegar frásagnir
frá fyrstu starfsárunum. Þessir
tóku til máls:
Benedikt G. Waage, forseti í.
S. I., Pétur Sigurðsson, Erlend-
ur O. Pétursson, Einar Björns-
son, Magnús Guðbrandsson, Sig-
urjón Jónsson, formaður KSI,
og Gísli Halldórsson, formaður
ÍBR.
Að lokum þakkaði formaður
gestunum komuna og ánægju-
lega kvöldstund.