Saga: missirisrit - 01.12.1929, Page 37
S A G A 167
til alls, er lliina sönnu lífsgleði aö finna í manns eigin
hjarta, en ekki í umhverfinu.
(Stutt þögn)
HARÍ: Viltu ekki segja mér hvaö hefir valdiö þessu
róti í huga þínum. Þetta er svo ólíkt sjálfri þér, eins og
eg hefi þekt þig í öll þessi ár.
UNA: Fyrir tuttugu árum var mér sagt aö eg
væri efni í gó'öan málara. Eg lagöi mig eftir þeirri list
og gekk námiö vel. Þá kyntist eg ungum rithöfundi, og
varö svo hrifin af þeim tökum, sem tungan nær á mann-
legum hjörtum, að eg hætti aö mála en tók aö rita. Við
sýndum hvort öðru skrif okkar. Hann ritaði um böl og
andstreymi aumingjanna; eg um glaðværð og fegurð sam-
tíðar okkar. Hann grét með þeim, sem tapa í tafli lifs-
ins, eg hló með þeim, sem ætíð vinna. Listin er nóg
sjálfri sér, sagði eg. Listin er vopn guðs í vorri hendi,
sagði hann. Bókamarkaðurinn var honum sem luktar dyr;
mér stóð hann opinn upp á gátt. Eg ávítaði hann, hann
reyndi að snúa mér á sína skoðun. Mér fór að leiðast
alt sem hann ritaði; en nú vildi eg hafa skrifað eitthvað
líkt því.
HARI: Þú sérð eftir mýraljósi. (tekur dagblaff upp
úr vasa sínum). Hérna er sagan af einum þessara af-
glapa, sem eyöa æfi sinni í það sem þeir nefna þjónustu
mannfélagsins. Hann stóð! upp í hárinu á miljóna mönn-
um og stjórnmálaskörungum. Hann hefir ritað dóma-
dags ósköp um auðæfi einstaklinga og fátækt fjöldans.
Sum rit hans hafa komið út í rauðri kápu og eru ekki
lesin af öðrum en ‘bolshevikum og þess konar vesalingum.
UNA: Og hvað heitir þessi maður?
HARI: Hann heitir Skuldi. Hérna er mynd af hon-
um. (breiffir blaðiff á borðiff).
UNA (lítur á myndina) : Skuldi!
HARI: Þektir þú hann. Hann var settur inn á
stríðsárunum og dó í fangelsi í gær.
(í>ögn)