Saga: missirisrit - 01.12.1929, Page 38
1G8
S AGA
UNA: Á eg aö sýna þér seinustu myndina, sem eg
málaöi ?
HARI: Já, gerSu þaS! Eg er viss um aS þú hefir
ekki kastað höndunum að neinu, sem þú hefir gert á sviði
listarinnar.
UNA (stendur upp, gengur að veggskotinu og opnar
það.—Hari á eftir. £>au horfa þögul á myndina): Þetta
er síðasta og bezta máiverk mitt. (Leggur hurðina aftur).
HARI: Sami meistarabragurinn eins og á sögunum
þínum.
UNA: Æ, segðu það ekki! Myndin mín lifir, en
sögurnar ekki.
HARI: Eins munu sö'guhetjur þínar lifa. Eg vildi
eg gæti kallað þær fram á sjónarsviðið, og við skyldum
sjá hvort Iþær hefðu ekki úr þér leiðindin—til dæmis hún
Bára og Valur, ræningjaforinginn. Og þá mundi hann
Gramur gamli koma þér í skilning um að miljón dollara
tekjur á einu kvöldi er ekki svo afl'eitt. Og hvað um
hana Véborgu, uppvakningar-prédikarann ?
UNA : í guðs bænum, hættu þessu. Hættu !
HARI: Eg skil ekkert í þér, Una. Þessar persónur
eru hrein listaverk, lifandi myndir nútíðarinnar.
UNA: (zdð sjálfa sig): Hamingjunni sé lof að þær
eru læstar inni í bókaskápnum mínum.
HARI (undrandi): Én þær eru á ferðinni um allan
hinn mentaða heim, til að stytta fólkinu stundir. Ertu
annars ekki að gera að gamni þínu?
UNA: Guð veit að eg er ekki að spauga. Eg vildi að
allar mannlífsmyndir mínar væru þurkaðar út, nema
myndin þarna í veggskotinu. Og eg ihefi haft hana undir
lás í tuttugu ár.
(bögn)
HARI: Þú hefir elskað hann.
UNA: (lágt): Líklegast.
HARI: En þú veizt það ekki með vissu! Þá hefir
þér ekki getað þótt mjög vænt um hann.