Saga: missirisrit - 01.12.1929, Page 45
Tvö æfintýri.
Eftir /. Magnús Bjarnason.
I. ALHAMAR OG FíFLIÐ.
Alhamar hinn örláti, Mára-konungur, sat í hásæt-
inu og hélt á dýrum gimsteini; en á fótaskör hans húkti
hirðfíflið.
“Herra fífl,” sagði konungurinn, “hversu lízt þér á
stein þennan?”
“Fagur er hann víst,” svaraði fífliS.
“Eg ætla að gefa hann,” sagði konungurinn.
“Hver er sá hinn mikli gæfumaður, sem á að
hreppa svo dýrmæta gjöf?” spurði fíflið.
“Eg ætla að gefa steininn vini mínum jarlinum
Hassan hinum ríka í Salobrenna,” sagði konungurinn.
Nú tók fíflið að hlæja, og veltist um af hlátrinum.
“Hvað eiga þessi fiflaíæti að þýða?” sagði Mára-
konungur. “Eða ertu að gera gys að mér?”
Við þessi orð konungsins hætti fíflið undir eins
að hlæja, setti á sig alvörusvip mikinn og mælti:
“Það sé f jarri mér, að henda gaman að orðum og
gerðum yðar hátignar. En eg gat ekki varist hlátri,
því að mér fanst það svo ákaflega hlægilegt, að sá
skyldi eiga að fá svona dýrmæta og fagra gjöf, sem
allra manna- sízt þurfti hennar við.”
TT. DROTNINGIN í SABA OG HTNN
NORRÆNI KÓ'NGSSON.
Drotningin í Saha fen önnur en sú, er heimsótti
Salómó konungj tók til fósturs norrænan kóngsson.