Saga: missirisrit - 01.12.1929, Page 71
S A G A
201
“Ó, Pheidias. Þú ert í ímynd minni sem prúSur og
tignarlegur hálfguð umvafinn eilífri fegurS. Eins og
konungur frammi fyrir heilum her af huguðum þokka-
gyðjum, hleyptir þú Clito af stokkunum, hinu mikilfeng-
lega líkneski, er sýnir dýrS mannlegrar myndar. Þú
hatnraðir, bar'ðir og tamdir marmarann, og samhljóða högg-
in ómuSu eins og vísur í kvæSi.
“í nærveru þinni fæddist Apolló í marmaranum, rós-
fagur, bjartur og ljósgefandi, og Mínerva rósöm og ein-
völd.
“Eins og töframaSur breyttir þú klettinum í ímynd
og fílstönninni í hátíSa-bikar. Og í stærS þinni sé eg
píslarvætti smæddar minnar.
“Hví eru dagar dýrðlegrar frægSar liSnir ? Hví geymi
eg í huga mér ómælanlega hugmynd, en meS tæmdum
kröftum ?
“Hví hefir þaS veriS úthlutaS, aS á meSan eg meitlaSi
steininn, sé eg yfirbugaSur af örvænting?”
Annar mælti: “I dag fleygi eg burstunum frá mér.
Til hvers er aS elska liti regnbogans og hiS mikla lita-
spjaid blómengisins, þegar mynd mín fær ekki aS komast
í listasalinn? HvaSa hagnaS færir þaS mér þegar eg
held til hafnar? Eg þekki alla skóla, allan listrænan inn-
blástur. Eg hefi málaS barm Díönu og auglit GuSsmóSur.
Eg hefi leitaS litanna og blöndun þeirra í skauti náttúr-
unnar. Eg 'hefi lofsungiS ljósinu eins og elskhugi og
faSmaS þaS aS mér sem ástmey mína. Eg hefi dáS hiS
nakta í mikilleik sínum, meS blæbrigSum sinum og holds
litum, og meS sínum flöktandi skifti-litblæ. Eg hefi
teiknaS geislabauga dýrSlinganna og vængi kerúbanna á
málverk mín. /E! og alstaSar kemur hin hræSilega fram-
tíð og leysir töfralinda hamingju minnar. AS selja Kleó-
pötru á tvær pesetur til aS kaupa sér morgunmat fyrir!
Eg, sem fóstra í skauti ímyndunarafisins hæfileikann,
aS mála hina miklu mynd, sem inni fyrir býr!”
ÞriSji sagSi: “Eg hefi svæft sál mina í ímynduSum