Saga: missirisrit - 01.12.1929, Side 79
S AGA
209
inni. Kiom hann seinna á bæinn, sem stuldurinn hafði
verið framinn á, og tekur upp úr vasa sínum kníf og
þunna fjöl, sem hann klýfur í örmjóar lengjur, lýkur
upip kistulokinu og raðar þessum smáspýtum á endann
á milli hliðfjalar og loks. Og þegar þær eru orðnar
svo margar og þéttar, að þær bera þungann af lokinu,
þá lætur hann kalla heimilisfólkið saman, og segir því
byrstur og valdsmannslegur, að það eigi a5 smeygja
hendinni á röð inn á milli spýtnanna, og þegar að
þjófnum komi, þá falli hið þunga, járnbenda lok á
hendur hans, svo hann beri aldrei heila hönd framar.
Alt heimilisfólkið framkvæmdi þaðl sem fyrir það
var lagt, að undanskyldum einum heimilismanninum,
sem kaus það heldur að játa sekt sína, en bera handar-
örkuml alla æfi.
4-
Kristján var lengi hreppstjóri. Eitt sinn lagðist
þjófnaðar grunur á mæðgin niokkur, er bjuggu i Krók-
um, neðarlega í Enjóskadal. Var ætlað að þau hefðu
stolið sauðfé frá bændum til slátrunar. Kristján vildi
grenslast eftir þessum söguburði, og kemur snemma
morguns að Krókum. Gekk hann óboðinn beina leið
til baðstofu. Voru þau rnæðgin nýkomin á fætur.
Tekur hann sér sæti andspænis þeim, dregur horn-
“brillur” upp úr vasa sínum, málaðar kálfsblóði. Setur
þær á nefið, strýkur knén, rær sér raulandi og segir
með dimmri rödd: “Með þessum augum sé eg í
gegnum holt og hæðir, og þjófa og 'bófa, hvar sem þeir
eru niðurkomnir.”
Mæðginunum varð ekki um sel. Meðgengu fyrir
honum sauðaþjófnað sinn án nokkurrar yfirheyrslu
og báðu hann vægðar og miskunnar.