Saga: missirisrit - 01.12.1929, Blaðsíða 81
S AGA
211
því honum var hún Iborin með skyrskálinni. Ger'Öi
Kristján sér hægt um hönd, og staikk skeiðinni í vasa
sinn, en lét skyrið eiga sig ósnert í skálinni.
Símon Dalaskáld dreymir Klaufa.
Sögn Baldvins Halldórssonar.
Þegar Símion Bjarnason, er síðar nefndi sig Dala-
skáld, var smaladrengur hjá Jóhannesi Þorkelssyni,
bónda á Dýrfinnastöðum í Blönduhlíð, í SkagafirÖi,
er var albróðir Jóns ríka á Svaöastööum, ibar það til
eitt kvöld, er Svarfdæla hafÖi verið lesin þar upphátt í
baðstofunni, aÖ deila mikil hófst milli vinnumanns
þar og Símonar um Klaufa. Hélt Símon með honum
og varÖi hann kappsamlega, en vinnumaöurinn níddi
hann á allar lundir.
Um kvöldið, er Símon fór að sofa, lætur hann afar-
illa í svefni og vaknar loks með andfælum. Er hann
þá spurður hvað hann hafi dreymt, og segir hann að
sig hafi dreymt að Klaufi kæmi að sér og þakkaði hon-
um fyrir meðhaldið, en kveðst því miður ekki geta
launaS honum með ()Öru en þessu, ef vera mætti að
það kynni síðar að verða honum að notum, og um leið
og hann segir þetta hvolfir hann sér yfir hann og spýr
ofan í hann. En upp frá þeirri stundu mátti svo
heita að Símon væri aldrei óyrkjandi, og seldi ljóða-
bækur sínar flestum mönnum betur til alþýðu manna.
\roru það laun Klaufa.
Sögu þessa sagði mér Jóhannes sjálfur, og kvaðst
hann aldrei hafa orðið þess var, aö Símon reyndi að
hnoða saman vísu fyrri en eftir atburð þennan.