Saga: missirisrit - 01.12.1929, Side 105
S A G A
235
félöguni sínum. Höf'öu þeir bii'-ktar tx'jágreinar a’ö vopn-
um, og voru hinir vígalegustu. Urðu stríösmennirnir
fljótlega að láta í minni pokann, og yfirunnu aparnir þá
fljótlega með rninni hjálp.
Endir sögu minnar er ekki margþættur. Eg bjó eins
og bróðir hjá stóra gorillanum og fjölskyldu hans, og mér
hefir aldrei liðið eins vel á æfi minni. Þessi höfðingi
gorillanna, var allra félaga alúðlegastur. Heimilislíf hans
var félagslegt og hjálpfúst. Og börnin hans, leyfi eg mér
að segja, voru betur alin upp og hegðuðu sér siðsamlegar
en þau mannanna börn, sem eg hefi þekt.
í skóginum spruttu allar mögulegar tegundir æti-
jurta og ávaxta, og var margt þeirra hæði holt og góm-
sætt. Þarna voru engar áhyggjur, engin dauð'þreytandi
vinna, og jafnvel engar hættur. Stóru aparnir mínir
þektu, einhver ráð, sem dugðu, til að halda ljónuxn, tígris-
dýrum og öðrum villidýrum í hæfilegri fjarlægð frá sér.
Með dæma fárri kurteisi, færðu þessir vinir okkur Azileu,
efst ofan úr trjátoppunum, alla þá ávexti, sem okkur þótti
beztir, en sérstaklega hinar ljúffengu hnetur, sem í sér
geymdu eins konar mjólk og smjör. Og einu launin, sem
félagi minn óskaði eftir, var að eg blístraði fyrir hann
“Bon Roi Dagobert.” Hann þreyttist aldrei á að heyra
það. Hann sló hljóðfallið eins og tónsnillingur—stundum
með öllum löppunum.
Hvers vegna eg fór seinast frá þeim, veit eg ekki. Eg
hefi stundum séð eftir því. En eg treysti mér ekki að
komast aftur í skóginn. Það eru of margar hættur og
þrautir á þeinx vegi.”
“En Azilea?” spurði Javelotte. “Þú hefir þó ekki
verið svo harðbrjósta að skilja hana eina eftir?”
“Við flýðum bæði saman. En þegar við loks komumst
til mannabygða, dó hún úr Ihitaveiki. Mér þótti vænt
um ihana líka. Næstum eins vænt og mér þótti um hinn
mikla vin minn, gorilla-apann.”
Og Gamarre fór að blístra “Bon Roi Dagobert.”