Saga: missirisrit - 01.12.1929, Síða 110

Saga: missirisrit - 01.12.1929, Síða 110
240 S AGA mjólkað hana og varð hún lausninni svo fegin að hún skreið til mín á hnjánum og sleikti hendur mínar. Var hún hverju málinu hetri við mig eftir þetta og leit upp til mín. Hef eg oft síðan um það hugsað, að giftusam- legar hefði farið ef forfeður mínir hefðu getað auðmýkt dönsku kaupmennina á þennan hátt, þegar þeir sýndu þeim drýldni og yfirgang hérna á árunum. Leiðinlegt þótti mér aö mjólka, og löðurmannlegt verk er það íslenzkum karlmanni. Þó eru kýrnar göfug hress- ing og heilsusamleg tilbreyting hverjum þeim, sem hefir þjappast lengi í margmenni og mollulofti borganna. 5. Tvö herbergi undir súð, voru uppi á lofti í bjálkahús- inu. Sváfu ihjónin í framherberginu en eg í því aftara. Stundum svaf einhver vinnumannanna í herberginu hjá mér, en aldrei í sama rúmi, því það var ekki breiðara en stór kista og komst leikandi í heilu lagi i gegnum flestar dyr. Var það ekkert ólíkt slagbekkjunum heima, en var þó loklaust og eiginlega ekki annað en ómerkilegur fjala- kassi með hjólfæti undir hverju horni. Strax og eg kom til bóndans, varð eg var einhverrar óvanalegrar óværðar í rúminu. En eg var hraustur á þeim árum og svaf fast. Samt hafði eg ekki lengi verið þar, er eg fór að taka eftir rauöum skellum hingað og þangaö á kroppnum á mér á morgnana þegar eg reis úr rekkju. Þótti mér þetta ljótur hörundslitur, og fór jafn- vel að halda að Amerika ætlaði sér ekki að verða lengi að breyta mér í Rauöskinna, sem er frummaður hennar svo langt sem við þekkjum og réttur eigandi allrar Vestur- álfunnar, eftir því sem mér hefir alt af fundist. 6. Eitt kvöldið var ákaflega !heitt og mollulegt þegar við fórum að sofa, Um hánóttina vaknaði eg, aldrei þessu vanur, við þaS að mér fanst eg vera bitinn svo hroðalega alstaöar um kroppinn, að eg gólaði af kvölum, og stökk upp úr rúminu. Það svaf verkamaður á flatsæng á gólf-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160

x

Saga: missirisrit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Saga: missirisrit
https://timarit.is/publication/1116

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.