Saga: missirisrit - 01.12.1929, Page 148
278
S A C A
ef kýrnar sjálfar eiga aS hafa af því heiðurinn, eða hún
sé talin til matar en ekki drykkjar. En það finst mér
tæpast sanngjarnt fyrri en hún er orSin aS ábristum,
skyri, osti og smjöri, eSa rauSseyddum velling, mjólkur-
graut og grjónamjólk, sem eg borSaöi mikiS af heima.
Segi eg þetta ekki til aö véfengja neitt heldur til aS
styrkja trú mína.
Eftir aS stúlkurnar höfSu drukkiö marga potta af
mjólkinni, flutti mjólkursalinn þær meS dúnkunum þang-
aS sem þær áttu heima. Treystu þær sér ekki í vinnu
þann daginn en fóru aS sofa og sváfu þangaS til næsta
morgun. Eftir þaö voru þær hressari en nokkru sinni
fyr. En svo voru þær reiðar viö mig aS ekki vildu þær
líta viö mér né tala orö viS mig í viku á eftir, og hafSi
eg þó enga ásetningssynd drýgt.
Þá var þaS sem eg keypti fullan, stóran poka af alls
konar sætu góSgæti og kúfaSa fötu af frosnum ísrjóma,
en hann var kven fól'ksins mesta sælgæti. Er alveg furSa
aö sjá hve fljótar þær eru aö borða þenna isrjóma svona
helfrosinn. Eæröi eg þeim nú þetta heim til sín og borgaði
þeim um leiS kaupið sitt fyrir daginn, sem þær unnu ekki
mín vegna. Fanst þeim þetta höföinglega gert og máttu
ei lengur á móti mér standa, en hnigu til mín í þakklæti
og þótti eg rausnarmaður mikill í tiltækjuni mínum og
góðgerSum. Höfum viö veriS vinir síöan, þótt báSar séu
nú giftar öSrum en mér.
En eftir þetta passaSi eg mig 'betur aS fara ekki út
með kvenfólki í vitlausum buxum meS galtóma vasa.
ÞaS hefir fleirum orSiö hált á því en mér.