Saga: missirisrit - 01.12.1929, Page 154
284
SAGA
þegar þær voru dregnar upp kom það i ljós aö þær voru
svo fullar af humri að fádæmum þótti sæta, og seldu fé-
lagar hans veiðina á markaönum fyrir fjögur pund sterl-
ings, og var þaS einsdæmi þar um slóöir.
Nokkrir menn fóru heim til ekkjunnar, færöu henni
peningana og spuröu hana hvernig hun vildi ráöstafa
líkinu af “aumingja Sanda.”
Ekkjan sat hugsandi og angurvær og strauk fingrun-
um um fjögra punda seölana, sem lágu í keltu hennar.
“Veslings Sandy minn!” stundi hún. “Veslings Sandy
minn ! Slíkur dauödagi! Þ vílík þó endalykt!”
Þá breyttist svipur hennar alt í einu. Hún horföi
sigri' hrósandi á seölana og mælti: “Eg held þiö ættuö
bara að fara meö hann út þangað sem þið funduð hann,
og setja hann niður aftur nálægt körfunum.”
Langaði að fylla þúsundið.
Gamall grafari var að deyja. Presturinn sat hjá
honum og fann aö eitthvað amaöi honum, svo prestur
spuröi hvað það væri.
“Ja, það er nú svona prestur minn,” svaraði grafarinn
“að í síðast liðin 40 ár er eg nú búinn aö grafa 974 hérna
í sókninni, og eg hefi verið aö hugsa um hvort það væri
nú til of mikils mælst af drotni að hann lofaði mér að
lifa þangað til það væru orðnir réttir og sléttir 1000.”
Ekki eldur—bara þorsti.
Tveir ferðalangar, sem höfðu skemt sér við laxveiðar
allan daginn upp á hálendi Skotlands og voru þreyttir
orðnir héldu til næsta þorps um kvöldið og beiddu gist-
ingar í eina veitingahúsinu sem þar var. En svo illa
vildi til fyrir þeim, að það hafði verið haldin gripasýning
þar um daginn og var hvert einasta herbergi leigt fyrir
nóttina í gististaðnum, og eina hjálpin, sem eigandinn