Milli mála - 01.06.2014, Page 12
UM DÖNSKUKUNNÁTTU ÍSLENDINGA Á NÍTJÁNDU ÖLD
Milli mála 6/2014
15
á lestri til að geta lesið sér til gagns og gamans eða kappkosta að
læra að skilja talað mál til að geta notið söngva eða leikhúsverka.
Verktengdur hvati getur líka verið sprottinn af löngun eða þörf til
að nota tungumálið sem tæki eða lykil til að ná öðrum markmiðum,
t.d. að fá inngöngu í skóla eða stunda nám erlendis. Á hinn bóginn
getur aðlögunartengdur hvati komið til af löngun til að eignast hlut-
deild í eða aðlaga sig þeirri menningu eða samfélagi sem tungumálið
tengist. Og enn má spyrja, hvort slíkar aðstæður hafi verið hér á
landi, að þær hafi hvatt Íslendinga til að læra dönsku upp á eigin
spýtur. Og hafi sú verið raunin, má velta því fyrir sér, hvers konar
dönskukunnátta hafi þótt eftirsóknarverð eða skipta máli. Og þá
erum við komin að kjarna málsins – þ.e. hvernig háttaði til með
dönskukunnáttu Íslendinga á nítjándu öld? Hverjir lærðu dönsku og
hvers vegna? Í hverju fólst málanámið og hvert var eðli dönsku-
kunnáttunnar sem það leiddi af sér? Í hvaða tilgangi þurftu þeir að
nota dönsku í leik og starfi og hvaða hliðar málsins reyndi einkum
á? Sú mynd, sem dregin verður upp, verður rædd út frá samfélags-
legri þróun, kenningum um hvata í málanámi og í ljósi ríkjandi
kenninga um aðferðir í tungumálakennslu, en að þeim verður vikið
nánar síðar í greininni. Leitast verður við að varpa ljósi á, hvaða
hliðum danskrar tungu Íslendingar á nítjándu öld virðast almennt
hafa haft góð tök á og hvaða þættir hafi verið þeim fjötur um fót og
reynt að skýra, hvaða ástæður gætu legið þar að baki. Hér á eftir
verður fyrst fjallað um dönskuslettur í máli Íslendinga og hvaða
vísbendingar þær geta gefið um stöðu danskrar tungu hér á landi á
nítjándu öld og viðhorf Íslendinga til málsins. Í öðrum kafla verður
sjónum beint að samskiptum Íslendinga við Dani og lestri á
dönsku, og í þeim þriðja að dönskukennslu í skólum á umræddu
tímabili.
Dönskuslettur og dönskukunnátta
Máltækið segir að auðlærð eða auðnæm sé ill danska og er þá átt við að
Íslendingar hafi haft tilhneigingu til að slá um sig með dönskum
orðum eða orðatiltækjum. Með þéttbýlismyndun á nítjándu öld létu
danskir kaupmenn og danskir og íslenskir embættismenn til sín taka
í helstu verslunarstöðum, einkum í Reykjavík. Þar sköpuðust sér-
stakar aðstæður, þar sem dönsk menning og tunga kom mjög við